Vill skoða betur vaktafyrirkomulag og frítökurétt hjá HSS Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. mars 2022 07:01 Willum segist meðvitaður um vandamál HSS. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir úrbætur í heilbrigðisþjónustu Suðurnesja komnar í farveg. Hann vill skoða betur hvort vaktafyrirkomulag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) skapi furðumikinn frítökurétt lækna, sem geri það að verkum að þeir starfi mikið á öðrum heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
HSS hefur lengi sætt nokkurri gagnrýni en um sjötti hver íbúa svæðisins sækir sér í dag frekar læknisþjónustu til Reykjavíkur. Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að undirbúa úrbætur á stöðunni. „Já, ég kannast svo sannarlega við þetta vandamál,“ segir Willum Þór Þórsson. „Það er svona verið að leggja lokahönd á úttekt á myndinni af stöðunni. Þetta hangir auðvitað saman við mjög öra og mikla fólksfjölgun á svæðinu, langt umfram landsmeðaltal frá 2015.“ Læknar með mikinn frítökurétt Svo virðist sem mönnun sé eitt helsta vandamálið hjá HSS. Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar gagnrýndi það harðlega í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu að yfirlæknir heilsugæslu HSS hefði rekið læknaleigu og margir lækna stofnunarinnar færu reglulega út á land að sinna þjónustu þar á meðan HSS ætti sjálf við mikinn mönnunarvanda að etja. Þetta virðist hafa tíðkast í talsverðan tíma en í umfjöllun suðurnesja.nets frá árinu 2017 er talað um að vaktafyrirkomulag HSS skapi mikinn frítökurétt hjá læknum. „Með auknu vinnuálagi og því að læknar séu bæði að sinna heilsugæslu og bráðamóttöku þá myndast svokallaðar frívaktir. Og við erum með takmarkaða auðlind í heilbrigðisstarfsfólkinu okkar þannig að læknar eru mikið að hlaupa undir bagga víða og út á landsbyggðina,“ segir Willum. Þetta sé fyrst og fremst tengt kjarasamningum lækna. Læknarnir hafi sannarlega rétt til frítökunnar og að nýta hana til að starfa úti á landi. „En ég þarf sannarlega já að rýna þetta mál betur en mér virðist svona við fyrstu skoðun að þetta sé nú meira tengt þessum takmarkaða mannauði sem ég vísa til og svo að þetta er raunverulega bara svo um búið í kjarasamningum,“ segir hann. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa forsvarsmenn heilbrigðisstofnunarinnar sem er ein sú stærsta á landinu ekki viljað veita fréttastofu viðtal um neitt sem tengist rekstrinum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina:
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira