Lét tilleiðast og tók umdeilt frumvarp af dagskrá Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 15. mars 2022 20:30 Heilbrigðisráðherra tók í dag umdeilt frumvarp um réttindi sjúklinga af dagskrá þingsins eftir mikla gagnrýni um samráðsleysi við sjúklingana sem það hefði áhrif á. Hið umdeilda frumvarp snýst um skýrari heimildir heilbrigðisstarfsfólks á lokuðum geðheilbrigðisstofnunum, til dæmis, til að beita mjög róttækum inngripum á sjúklinga. Til dæmis nauðungarvistunum. Geðhjálp gagnrýndi frumvarpið harðlega í gær vegna þess að við vinnslu þess var ekki haft samráð við sjúklingana heldur bara heilbrigðisstarfsfólk. Frumvarpið væti til þess að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks en ekki kjör sjúklinga. Frumvarpið eigi heima í endurvinnslu Gagnrýni þingmanna sneri að þessu sama atriði og var í raun og veru mjög hörð, alveg þangað til í dag þegar frumvarpið var skyndilega tekið af dagskrá þingsins. „Hvað veldur því að þetta mál, sem í gær var sagt að þyrfti vandlega umræðu hér á Alþingi, hvers vegna það er skyndilega með nokkurra mínútna fyrirvara tekið af dagskrá þingsins?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á þingfundi í dag. „Ég skynjaði þann tón í gær að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hafi eiginlega áttað sig á því að það var frumhlaup hjá honum að fara fram með málið þegar hann áttaði sig á því að honum bara ekkert endilega að gera það nákvæmlega eins og fyrrverandi hæstvirtur ráðherra, heldur hefði hann átt að nýta tækifærið til að tala við þá sem málið varðar sárlegast, sem eru sjúklingarnir sjálfir og hagsmunaaðilar þeirra. Ég ætla að þessu sinni að leyfa mér að hrósa hæstvirtum ráðherra og hvetja hann til að koma ekki með málið fyrrr en hann er tilbúinn með það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Við eigum heimtingu á að vita hvort ráðherrann ætlaði að berja höfðinu við steininn og reyna að halda áfram að mæla fyrir máli sem best á heima uppi í ráðuneyti í endurvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Betra samráð muni leiða til betra frumvarps Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur nú ákveðið að setja á fót samráðshóp til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til málsins og mögulegar breytingar á frumvarpinu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Ég ætla bara að bregðast við því ákalli og kalla málið til baka í ráðuneytið og kalla að alla þá fjölmörgu aðila sem komu fram í umræðunni í gær til umræðu um þetta mál, í þeirri von um að við getum bætt úr því sem þar kemur fram og litið til annarra laga eins og hefur verið bent á,“ segir Willum. Finnst þér þú vera að éta eitthvað ofan í þig með það, hefðir þú viljað keyra þetta í gegn? „Nei, alls ekki. Ég auðvitað hlusta á stofnanir Alþingis, hlusta á umboðsmann Alþingis og bregst við þeim ábendingum sem koma þar fram og það er sjálfsagt mál að bregðast við þessu og fá fram aukið samráð og ég mun kalla til þess á mjög breiðum grunni,“ segir Willum. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Hið umdeilda frumvarp snýst um skýrari heimildir heilbrigðisstarfsfólks á lokuðum geðheilbrigðisstofnunum, til dæmis, til að beita mjög róttækum inngripum á sjúklinga. Til dæmis nauðungarvistunum. Geðhjálp gagnrýndi frumvarpið harðlega í gær vegna þess að við vinnslu þess var ekki haft samráð við sjúklingana heldur bara heilbrigðisstarfsfólk. Frumvarpið væti til þess að bæta starfsaðstæður heilbrigðisstarfsfólks en ekki kjör sjúklinga. Frumvarpið eigi heima í endurvinnslu Gagnrýni þingmanna sneri að þessu sama atriði og var í raun og veru mjög hörð, alveg þangað til í dag þegar frumvarpið var skyndilega tekið af dagskrá þingsins. „Hvað veldur því að þetta mál, sem í gær var sagt að þyrfti vandlega umræðu hér á Alþingi, hvers vegna það er skyndilega með nokkurra mínútna fyrirvara tekið af dagskrá þingsins?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á þingfundi í dag. „Ég skynjaði þann tón í gær að hæstvirtur heilbrigðisráðherra hafi eiginlega áttað sig á því að það var frumhlaup hjá honum að fara fram með málið þegar hann áttaði sig á því að honum bara ekkert endilega að gera það nákvæmlega eins og fyrrverandi hæstvirtur ráðherra, heldur hefði hann átt að nýta tækifærið til að tala við þá sem málið varðar sárlegast, sem eru sjúklingarnir sjálfir og hagsmunaaðilar þeirra. Ég ætla að þessu sinni að leyfa mér að hrósa hæstvirtum ráðherra og hvetja hann til að koma ekki með málið fyrrr en hann er tilbúinn með það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Við eigum heimtingu á að vita hvort ráðherrann ætlaði að berja höfðinu við steininn og reyna að halda áfram að mæla fyrir máli sem best á heima uppi í ráðuneyti í endurvinnslu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Betra samráð muni leiða til betra frumvarps Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur nú ákveðið að setja á fót samráðshóp til að fjalla nánar um afstöðu notendahópa til málsins og mögulegar breytingar á frumvarpinu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Ég ætla bara að bregðast við því ákalli og kalla málið til baka í ráðuneytið og kalla að alla þá fjölmörgu aðila sem komu fram í umræðunni í gær til umræðu um þetta mál, í þeirri von um að við getum bætt úr því sem þar kemur fram og litið til annarra laga eins og hefur verið bent á,“ segir Willum. Finnst þér þú vera að éta eitthvað ofan í þig með það, hefðir þú viljað keyra þetta í gegn? „Nei, alls ekki. Ég auðvitað hlusta á stofnanir Alþingis, hlusta á umboðsmann Alþingis og bregst við þeim ábendingum sem koma þar fram og það er sjálfsagt mál að bregðast við þessu og fá fram aukið samráð og ég mun kalla til þess á mjög breiðum grunni,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira