Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. mars 2022 16:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta vera stríðsglæpamann og það voru yfirvöld í Kreml ekki ánægð með. Vísir/AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Joe Biden kallaði Vladimír Pútín stríðsglæpamann í dag en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki verið stóryrtir um meinta stríðsglæpi Rússa í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi segja ummælin ófyrirgefanleg. Fréttir bárust af því að tíu óbreyttir borgarar hefðu látist í Chernohiv þar sem þeir stóðu í röð að bíða eftir brauði. Rússar neita ábyrgð á árásinni og segja fréttirnar falsfréttir úr herbúðum Úkraínu. Sprengju var varpað á leikhús í Maríupól í dag sem notað var sem neyðarskýli fyrir óbreytta borgara. Þá var sprengjum varpað á íbúa borgarinnar sem voru á flótta til Zaporizhzhya Selenskí ávarpaði bandaríska þingmenn í dag og kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slíkar aðgerðir fælu í raun í sér stríð við Rússa. Selenskí er einnig sagður munu óska eftir því að aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sjái Úkraínumönnum fyrir herþotum en báðum ofangreindum óskum hefur áður verið hafnað með þeim rökum að Nató verði að forðast að blanda sér með beinum hætti í átökin. Fregnir hafa borist af því að kínverskur blaðamaður sé í fylgd með rússneskum hersveitum við Maríupól, þar sem þúsundir eru sagðir hafa látist af höndum innrásarhersins. Lu Yuguang starfar fyrir Phoenix TV og hefur flutt fréttir frá borgum sem hafa sætt árásum Rússa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar mistök í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira