Fólk geti verið með Covid þótt það fái neikvætt úr hraðprófi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 15:02 Hraðpróf eru nú aðallega notuð til að greina smit. Vísir/Vilhelm Enn er nokkur fjöldi fólks að greinast smitað af kórónuveirunni. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk ekki geta gengið að því vísu að það sé ekki með veiruna þó það fái neikvætt úr hraðprófi. Þeir sem greinast með veiruna og vilja gæta fyllstu varúðar ættu að halda sig til hlés allt að í tíu daga en fólk ætti að vera nokkuð öruggt eftir fimm. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa tæplega 170 þúsund smit greinst hér á landi en frá því að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt í lok febrúar hafa flest smit verið greind með hraðprófum. Nákvæmnin er minni með þeim prófum heldur en PCR og því mögulegt að fólk fái falska neikvæða niðurstöðu, sérstaklega ef sýnið er tekið snemma í veikindunum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki vera með nákvæmar tölur um slíkt en að hann hafi orðið var við það. „Við tökum eftir því að fólk er stundum að taka heimapróf á hverjum degi og greinir sig sjálft síðan ekki fyrr en á öðrum, þriðja eða fjórða degi,“ segir Óskar. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að það sé kannski meira af veirunni í fólki þegar sýkingin er aðeins komin í gang og þess vegna er auðveldara að greina það,“ segir hann enn fremur. „Það er ekki endilega víst að maður sé ekki með Covid þó að prufa á fyrsta kvefdeginum er neikvæð.“ Aðspurður um hvort fólk ætti mögulega að bíða með að mæta í sýnatöku í einhvern tíma eftir að fyrstu einkenna verður vart segir Óskar að engin slík tilmæli hafi verið gefin út. „En það eru þó nokkuð margir sem eru að taka próf á hverjum degi en greinast ekki fyrr en á öðrum eða þriðja degi. Þú þarft ekki endilega að drífa þig,“ segir Óskar þó. Nánast alveg öruggur eftir tíu daga Engar takmarkanir eru nú í gildi fyrir þá sem greinast með veiruna en sóttvarnalæknir til að fólk sé í einangrun í fimm daga, þó það sé ekki skylda. Þeir sem eru með lítil einkenni eða einkennalausir geta þá verið í smitgát. Óskar segir að fólk sem vill passa ætti í rauninni að halda sig til hlés þangað til að það er ekki lengur með einkenni. Ekki er nein einföld leið til að komast að því hvort einstaklingur er lengur smitaður og því skipti tíminn meira máli í því samhengi. Eftir fimm daga ætti fólk að vera nokkuð öruggt um að það smiti ekki lengur frá sér, mun öruggara eftir sjö daga, og eftir tíu daga er nánast alveg öruggt að fólk sé ekki smitandi, að sögn Óskars. Fólk sem vill gæta fyllstu varúðar geti þannig miðað við tíu daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 17. mars 2022 10:18 „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafa tæplega 170 þúsund smit greinst hér á landi en frá því að öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt í lok febrúar hafa flest smit verið greind með hraðprófum. Nákvæmnin er minni með þeim prófum heldur en PCR og því mögulegt að fólk fái falska neikvæða niðurstöðu, sérstaklega ef sýnið er tekið snemma í veikindunum. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki vera með nákvæmar tölur um slíkt en að hann hafi orðið var við það. „Við tökum eftir því að fólk er stundum að taka heimapróf á hverjum degi og greinir sig sjálft síðan ekki fyrr en á öðrum, þriðja eða fjórða degi,“ segir Óskar. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að það sé kannski meira af veirunni í fólki þegar sýkingin er aðeins komin í gang og þess vegna er auðveldara að greina það,“ segir hann enn fremur. „Það er ekki endilega víst að maður sé ekki með Covid þó að prufa á fyrsta kvefdeginum er neikvæð.“ Aðspurður um hvort fólk ætti mögulega að bíða með að mæta í sýnatöku í einhvern tíma eftir að fyrstu einkenna verður vart segir Óskar að engin slík tilmæli hafi verið gefin út. „En það eru þó nokkuð margir sem eru að taka próf á hverjum degi en greinast ekki fyrr en á öðrum eða þriðja degi. Þú þarft ekki endilega að drífa þig,“ segir Óskar þó. Nánast alveg öruggur eftir tíu daga Engar takmarkanir eru nú í gildi fyrir þá sem greinast með veiruna en sóttvarnalæknir til að fólk sé í einangrun í fimm daga, þó það sé ekki skylda. Þeir sem eru með lítil einkenni eða einkennalausir geta þá verið í smitgát. Óskar segir að fólk sem vill passa ætti í rauninni að halda sig til hlés þangað til að það er ekki lengur með einkenni. Ekki er nein einföld leið til að komast að því hvort einstaklingur er lengur smitaður og því skipti tíminn meira máli í því samhengi. Eftir fimm daga ætti fólk að vera nokkuð öruggt um að það smiti ekki lengur frá sér, mun öruggara eftir sjö daga, og eftir tíu daga er nánast alveg öruggt að fólk sé ekki smitandi, að sögn Óskars. Fólk sem vill gæta fyllstu varúðar geti þannig miðað við tíu daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Tengdar fréttir Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 17. mars 2022 10:18 „Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31 Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Sjötíu sjúklingar með Covid-19 nú á Landspítala Sjötíu sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um tólf milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu, þrír þeirra í öndunarvél. 17. mars 2022 10:18
„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15. mars 2022 18:31
Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. 11. mars 2022 14:50