Aðstandendur og íbúar fara fram á 162 milljónir króna bætur Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2022 07:21 Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög. Vísir/Vilhelm Aðstandendur þeirra sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg 1 sumarið 2020 og aðrir fyrrverandi íbúar hússins hafa farið fram á bætur upp á 162 milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en lægsta krafan hljóðar upp á fjórar milljónir og sú hæsta tæpar þrjátíu milljónir. Alls standa sautján manns að stefnunni. Fólkið hefur stefnt eiganda hússins og í stefnunni er vísað í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verjandi eigandans gerir hins vegar miklar athugasemdir við skýrsluna og segir hana byggja á röngum forsendum. Segir í stefnunni að Kristinn Jón Gíslason, eigandi hússins og HD Verks, hafi valdið þeim tjóni þar sem húsið hafi ekki uppfyllt kröfur um brunavarnir, eldvarnir og eldvarnareftirlit. Í stefnunni segir ennfremur að sex einstaklingar búi við varanlega örorku eftir brunann en í honum lét þrennt lífið. Pólskir karlmaður á sjötugsaldri, Marek Moszczynski, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní síðasta sumar sýknaður af kröfu um refsingu í málinu. Hann var þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum og þannig orðið fólkinu að bana. Var hann metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Uppfært 12:50: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að bótakrafan hljóði samtals upp á um 324 milljónir króna og var þar vísað í frétt Fréttablaðsins. Lögmaður HG Verks segir í samtali við fréttastofu að það sé ekki rétt, heldur hljóði krafan upp á samtals um 162 milljónir króna. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en lægsta krafan hljóðar upp á fjórar milljónir og sú hæsta tæpar þrjátíu milljónir. Alls standa sautján manns að stefnunni. Fólkið hefur stefnt eiganda hússins og í stefnunni er vísað í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Verjandi eigandans gerir hins vegar miklar athugasemdir við skýrsluna og segir hana byggja á röngum forsendum. Segir í stefnunni að Kristinn Jón Gíslason, eigandi hússins og HD Verks, hafi valdið þeim tjóni þar sem húsið hafi ekki uppfyllt kröfur um brunavarnir, eldvarnir og eldvarnareftirlit. Í stefnunni segir ennfremur að sex einstaklingar búi við varanlega örorku eftir brunann en í honum lét þrennt lífið. Pólskir karlmaður á sjötugsaldri, Marek Moszczynski, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní síðasta sumar sýknaður af kröfu um refsingu í málinu. Hann var þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum og þannig orðið fólkinu að bana. Var hann metinn ósakhæfur og gert að sæta öryggisvistun. Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Uppfært 12:50: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að bótakrafan hljóði samtals upp á um 324 milljónir króna og var þar vísað í frétt Fréttablaðsins. Lögmaður HG Verks segir í samtali við fréttastofu að það sé ekki rétt, heldur hljóði krafan upp á samtals um 162 milljónir króna.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 3. júní 2021 15:04