Í tilkynningu kemur fram að á listanum séu átta konur og sex karlmenn, blanda af reynslu og þekkingu í pólitík ásamt ferskleika.
„Það er gaman að vera fyrst í Grindavík til að tilkynna framboðslista sem lýsir kraftinum í okkar fólki. Á næstu vikum fram að kosningum munum við hefja málefnavinnu og funda með hagaðilum í Grindavík til að hlusta og heyra hvað virkilega brennur á fólkinu í bæjarfélaginu,“ segir í tilkynningunni.
Að neðan má sjá lista Miðflokksins í Grindavík:
