Ungir innflytjendur eiga erfitt með að fá vinnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 20:30 Björk Vilhelmsdóttir var lengi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar. Hún segist ekki hafa fylgst með pólitík síðustu ár. Í staðin beinir hún kröftum sínum að verkefnum eins og Tækifærinu. vísir/sigurjón Tæpur helmingur atvinnulausra á landinu er með erlent ríkisfang. Þetta fólk er oft ungt og ómenntað en getur nú lært réttu handtökin fyrir atvinnulífið í nýju og skemmtilegu verkefni sem var að fara af stað í Borgarfirði. Rífa upp gólf, mála stóla og laga rafleiðslur. Þetta er á meðal þess sem þátttakendur nýs atvinnuleysisverkefnis fá að gera í Hreðavatnsskála í Borgarfirði um þessar mundir. Verkefnið heitir Tækifærið en að baki því stendur gamall pólitíkus sem nýtir nú menntun sína í félagsráðgjöf til að hjálpa ungu fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma. „Þetta er svona tilraunahópur. Við erum bara með sex þátttakendur, svona í byrjun. Það duttu nú nokkrir úr skaftinu svona í upphafi. Það er svoldið erfitt að fá þennan hóp til virkni sem er búinn að vera lengi óvirkur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að fá vinnu á Íslandi. Allavega ekki ef maður er erlendur ríkisborgari. 43 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á landinu í dag eru erlendir ríkisborgarar.vísir/ragnar Atvinnuleysi á landinu stendur í 5,2 prósentum í dag en af þeim tíu þúsund manna hópi eru 43 prósent erlendir ríkisborgarar - rúmlega fjögur þúsund manns. Ef maður hangir heima fær maður ekki vinnu Alfredo er einn þeirra sex sem eru í tilraunahópnum. „Ég kom til Íslands til að þroskast því að í mínu landi er lífsbaráttan erfið. Ég er ómenntaður og vildi fara til annars lands bara til að öðlast gott líf og kaupa marga hluti,“ segir Alfredo Correia, innflytjandi frá Portúgal. Alfredo ætlar sér að fá vinnu á Íslandi. vísir/sigurjón Hann segir ekki auðvelt að fá vinnu á Íslandi sem útlendingur en þó snúist þetta oft um hugarfarið. „Stundum er þetta erfitt... en ef maður hangir heima og gerir ekki neitt fær maður aldrei vinnu. Þess vegna erum við hér, til að sjá af hverju við finnum enga vinnu,“ segir Alfredo. Viss um að tilboðin komi Björk er bjartsýn á að hópurinn fái vinnu að verkefninu loknu. „Svo bara í maí þá er ég tilbúin að taka við tilboðum frá atvinnulífinu og ég veit að það verður sko nóg af tilboðum,“ segir Björk. Vinnumarkaður Borgarbyggð Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Rífa upp gólf, mála stóla og laga rafleiðslur. Þetta er á meðal þess sem þátttakendur nýs atvinnuleysisverkefnis fá að gera í Hreðavatnsskála í Borgarfirði um þessar mundir. Verkefnið heitir Tækifærið en að baki því stendur gamall pólitíkus sem nýtir nú menntun sína í félagsráðgjöf til að hjálpa ungu fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma. „Þetta er svona tilraunahópur. Við erum bara með sex þátttakendur, svona í byrjun. Það duttu nú nokkrir úr skaftinu svona í upphafi. Það er svoldið erfitt að fá þennan hóp til virkni sem er búinn að vera lengi óvirkur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að fá vinnu á Íslandi. Allavega ekki ef maður er erlendur ríkisborgari. 43 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á landinu í dag eru erlendir ríkisborgarar.vísir/ragnar Atvinnuleysi á landinu stendur í 5,2 prósentum í dag en af þeim tíu þúsund manna hópi eru 43 prósent erlendir ríkisborgarar - rúmlega fjögur þúsund manns. Ef maður hangir heima fær maður ekki vinnu Alfredo er einn þeirra sex sem eru í tilraunahópnum. „Ég kom til Íslands til að þroskast því að í mínu landi er lífsbaráttan erfið. Ég er ómenntaður og vildi fara til annars lands bara til að öðlast gott líf og kaupa marga hluti,“ segir Alfredo Correia, innflytjandi frá Portúgal. Alfredo ætlar sér að fá vinnu á Íslandi. vísir/sigurjón Hann segir ekki auðvelt að fá vinnu á Íslandi sem útlendingur en þó snúist þetta oft um hugarfarið. „Stundum er þetta erfitt... en ef maður hangir heima og gerir ekki neitt fær maður aldrei vinnu. Þess vegna erum við hér, til að sjá af hverju við finnum enga vinnu,“ segir Alfredo. Viss um að tilboðin komi Björk er bjartsýn á að hópurinn fái vinnu að verkefninu loknu. „Svo bara í maí þá er ég tilbúin að taka við tilboðum frá atvinnulífinu og ég veit að það verður sko nóg af tilboðum,“ segir Björk.
Vinnumarkaður Borgarbyggð Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira