Öryrki mátti sín lítils í baráttu við Landspítalann vegna öndunarvélar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 10:02 Íslenska ríkið og Landspítalinn báru fyrir sig að þær 440 krónur sem stefnandi greiddi mánaðarlega fyrir öndunarvélina væri þátttaka í mánaðarlegum meðalkostnaði sem styrkur Sjúkratrygginga Íslands tæki ekki til. Vísir/Vilhelm Öryrki sem notar öndunarvél vegna öndunarerfiðleika við svefn kærði íslenska ríkið og Landspítala en hann taldi gjaldtöku Landspítalans fyrir leigu á öndunarvélinni ólögmæta. Héraðsdómari taldi rétt að sýkna ríkið og spítalann. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máli þessu en stefnandi, sem er öryrki, taldi að innheimta fyrir leigu á öndunarvélinni og vörum sem henni fylgdu skorti lagastoð. Hann krafðist því greiðslu á þeim 10.560 krónur sem hann hafði greitt fyrir vélina. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu væri þar að auki að allir landsmenn ættu kost á þeirri heilbrigðisþjónustu sem kostur væri á hverju sinni. Stefndu, íslenska ríkið og Landspítalinn, mótmæltu öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum. Hið rétta væri að kostnaðurinn fyrir öndunarvélina væri kostnaðarhlutdeild hans sjálfs, sem ekki fengist greiddur úr sjúkratryggingu. Ekki væri um að ræða gjaldtöku í þeim skilningi heldur greiðsluþátttöku þar sem niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands sleppir. Héraðsdómari taldi ágreiningslaust að öndunarvélin sem stefnandi notaði væri honum nauðsynlegt hjálpartæki. Það væri þó ljóst að í lögum væri ekki gert ráð fyrir því að ríkið bæri allan kostnað við öflun hjálpartækja sem nýtt eru til lengri tíma heldur taki einungis Sjúkratryggingar þátt í kostnaði og það með takmörkunum. Dómari taldi enn fremur að gjaldtakan hvorki í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar né brot á meðalhófsreglu. Horfa þyrfti til þess að gjaldið sem stefnandi greiddi væri rétt rúmlega 400 krónur á mánuði. Íslenska ríkið og Landspítali voru því sýknuð af kröfum stefnanda en héraðsdómari taldi rétt að málskostnaður í málinu félli niður. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máli þessu en stefnandi, sem er öryrki, taldi að innheimta fyrir leigu á öndunarvélinni og vörum sem henni fylgdu skorti lagastoð. Hann krafðist því greiðslu á þeim 10.560 krónur sem hann hafði greitt fyrir vélina. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu væri þar að auki að allir landsmenn ættu kost á þeirri heilbrigðisþjónustu sem kostur væri á hverju sinni. Stefndu, íslenska ríkið og Landspítalinn, mótmæltu öllum málatilbúnaði stefnanda sem röngum. Hið rétta væri að kostnaðurinn fyrir öndunarvélina væri kostnaðarhlutdeild hans sjálfs, sem ekki fengist greiddur úr sjúkratryggingu. Ekki væri um að ræða gjaldtöku í þeim skilningi heldur greiðsluþátttöku þar sem niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands sleppir. Héraðsdómari taldi ágreiningslaust að öndunarvélin sem stefnandi notaði væri honum nauðsynlegt hjálpartæki. Það væri þó ljóst að í lögum væri ekki gert ráð fyrir því að ríkið bæri allan kostnað við öflun hjálpartækja sem nýtt eru til lengri tíma heldur taki einungis Sjúkratryggingar þátt í kostnaði og það með takmörkunum. Dómari taldi enn fremur að gjaldtakan hvorki í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar né brot á meðalhófsreglu. Horfa þyrfti til þess að gjaldið sem stefnandi greiddi væri rétt rúmlega 400 krónur á mánuði. Íslenska ríkið og Landspítali voru því sýknuð af kröfum stefnanda en héraðsdómari taldi rétt að málskostnaður í málinu félli niður.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira