Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Snorri Másson skrifar 26. mars 2022 22:34 Katrín Jakobsdóttir segir að gjaldfrjálsir leikskólar séu framtíðin. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins. Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Það er dýrt að vera fátækur og það gildir ekki síður um börn, eins og fjallað var um á málþingi á vegum Velferðarsjóðs barna í dag. En það er ólíkt eftir því hvernig fjölskyldur börn fæðast inn í; mikilvægustu þættirnir þar eru til dæmis það, hve barnmargar fjölskyldurnar eru og hvort tvær fyrirvinnur séu á heimilinu. Stærsti einstaki fátæki hópur á Íslandi eru einstæðir foreldrar og enn fremur einstæðir foreldrar á örorkulífeyri. „Þetta er fólkið með börnin sem hefur ekki fjárhagslegt viðurværi til að duga fyrir sig og börnin sín. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmælin þegar það eru haldin afmæli í skólanum af því að það er ekki til peningur til að gefa gjöf. Þetta eru börnin sem fara ekki heldur á skólaskemmtanir eða skólahátíðir af því að ef þær kosta, er eins og það séu álög á því að það er alltaf í lok mánaðar þegar það er ekkert til á heimilinu,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóri grasrótarsamtakanna PEPP. Auðvitað eigi fólk ekki að borga fyrir leikskóla Kári Stefánsson stóð fyrir málþinginu sem stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Hann gerði það meðal annars að umtalsefni hvort tilfærsla leik- og grunnskóla til sveitarfélaga hafi ekki leitt til aukins ójöfnuðar, þar sem skólakerfi væru æði misjöfn eftir sveitarfélögum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi svo ekki vera, heldur hafi þetta verið farsælt skref á sínum tíma. Einnig var rætt um gjaldskrár leikskóla, sem eru ólíkar eftir sveitarfélögum og umdeilt mál í sjálfu sér. „Ég held að svarið við spurningunni um það hvort fólk eigi að borga fyrir leikskóla sé ósköp einfalt. Auðvitað á fólk ekki að gera það. Foreldrar barna á leikskólaaldri eru foreldrar á þeim aldrei þar sem þeir hafa minnstar tekjur og það er skringilegt að láta það vera eina hópinn sem þarf að borga skólagjöld,“ sagði Kári Stefánsson. „Þarna erum við Kári sammála enda hefur þetta verið stefna okkar lengi. Við höfum einmitt séð það að þar sem við höfum verið í sveitarstjórnum hafa þessi gjöld lækkað. Auðvitað er það framtíðin að þetta verði gjaldfrjálst,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fram kom í máli Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings að auknar niðurgreiðslur á þjónustu fyrir börn væru réttlætanlegar út frá hagkvæmnissjónarmiðum hins opinbera. Svo ekki sé talað um félagslegum sjónarmiðum. „Mín ríkisstjórn hefur aukið útgjöld til fjölskyldumála og við munum gera það áfram,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Sérlega viðkvæmur hópur barna eru úkraínsk börn á flótta og á málþinginu í dag var þeim hópi veittur fimm milljón króna styrkur úr Velferðarsjóðnum. Var það og gert í minningu Valgerðar Ólafsdóttur heitinnar, þroskasálfræðings og áður framkvæmdastjóra sjóðsins.
Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira