Heimilisofbeldi stigmagnast oftast ef ekki er gripið inn í Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2022 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í mál sem tengjast heimilisofbeldi. Verstu birtingarmyndir þess séu manndrápsmál. Vísir/Vilhelm Ríflega helmingur allra gerenda í manndrápsmálum síðustu ár tengdust fórnarlambinu fjölskylduböndum. Ríkislögreglustjóri segir það allra verstu birtingarmyndir heimilisofbeldis og því gríðarlega mikilvægt að gripið sé með festu inn í slíkar aðstæður. Sífellt fleiri tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu en frá árinu 2015 hefur slíkum tilkynningum fjölgað um þriðjung samkvæmt nýrri skýrslu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ýmsar ástæður fyrir því. „Umræðan um þessi mál er mun opinskárri en áður. Þá kemur stuðningur frá sveitarfélagi við þolendur og fjölskyldur þeirra og lögregla vinnur málin dýpra en áður. Nú er vettvangur fyrir slík mál á síðu 112.is og við fórum í vitundavakningu sem hefur skilað heilmiklum árangri,“ segir Sigríður. Það að tilkynningum fjölgi þurfi því ekki endilega að þýða að ofbeldið sé að aukast. „Það er t.d. mikið jafnrétti á Norðurlöndum samanborið við önnur lönd en á sama tíma er mikill fjöldi kvenna sem verður fyrir heimilisofbeldi. Það þarf ekki að þýða að þar séu fleiri ofbeldismál heldur er meiri meðvitund og skilningur í þessum löndum en víða annars staðar varðandi þessi mál,“ segir Sigríður. Alls komu upp 21 manndrápsmál á árunum 2010-2020 þar sem 24 einstaklingar týndu lífi. Í ríflega helmingi málanna var gerandi fjölskyldumeðlimur. „Þetta sýnir að heimilisofbeldi er eitt alvarlegasta málefni sem lögregla fæst við hverju sinni. það er gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í því málin verða oft alvarlegri eftir því sem ofbeldið varir lengur,“ segir Sigríður. Sigríður telur þó stöðu kvenna almennt hafa batnað gríðarlega þegar kemur að heimilisofbeldi. „Umræðan um þessi mál er allt önnur en áður, úrræðin eru fleiri og kerfið tekur mun alvarlegra á þessum málum en bara fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Sigríður. Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30 „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Sífellt fleiri tilkynna heimilisofbeldi til lögreglu en frá árinu 2015 hefur slíkum tilkynningum fjölgað um þriðjung samkvæmt nýrri skýrslu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ýmsar ástæður fyrir því. „Umræðan um þessi mál er mun opinskárri en áður. Þá kemur stuðningur frá sveitarfélagi við þolendur og fjölskyldur þeirra og lögregla vinnur málin dýpra en áður. Nú er vettvangur fyrir slík mál á síðu 112.is og við fórum í vitundavakningu sem hefur skilað heilmiklum árangri,“ segir Sigríður. Það að tilkynningum fjölgi þurfi því ekki endilega að þýða að ofbeldið sé að aukast. „Það er t.d. mikið jafnrétti á Norðurlöndum samanborið við önnur lönd en á sama tíma er mikill fjöldi kvenna sem verður fyrir heimilisofbeldi. Það þarf ekki að þýða að þar séu fleiri ofbeldismál heldur er meiri meðvitund og skilningur í þessum löndum en víða annars staðar varðandi þessi mál,“ segir Sigríður. Alls komu upp 21 manndrápsmál á árunum 2010-2020 þar sem 24 einstaklingar týndu lífi. Í ríflega helmingi málanna var gerandi fjölskyldumeðlimur. „Þetta sýnir að heimilisofbeldi er eitt alvarlegasta málefni sem lögregla fæst við hverju sinni. það er gríðarlega mikilvægt að grípa sem fyrst inn í því málin verða oft alvarlegri eftir því sem ofbeldið varir lengur,“ segir Sigríður. Sigríður telur þó stöðu kvenna almennt hafa batnað gríðarlega þegar kemur að heimilisofbeldi. „Umræðan um þessi mál er allt önnur en áður, úrræðin eru fleiri og kerfið tekur mun alvarlegra á þessum málum en bara fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Sigríður.
Heimilisofbeldi Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30 „Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Saga ofbeldismanns: „Svo fékk ég vellíðunartilfinningu þegar hún kemur til baka“ Í lokaþætti Heimilisofbeldis fengu áhorfendur Stöðvar 2 að skyggnast inn inn í hugarheim geranda sem er enn þann dag í dag með eiginkonu sinni. 22. mars 2022 10:30
„Hélt að hann ætlaði að kála mér“ Guðmunda Erla Þórhallsdóttir er áttræð og nýskilin en hún segist hafa búið við fimmtíu ára ofbeldissamband með fyrrverandi eiginmanni sínum. 8. mars 2022 10:31