„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2022 11:54 Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi árið 2013 og sagði sögu sína og dóttur sinnar. Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. Hlédís Sveinsdóttir átti dóttur sína á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í janúar 2011. Saga Hlédísar vakti mikla athygli þegar hún steig fram í Kastljósi árið 2013 en dóttir hennar varð fyrir heilaskaða í fæðingu, sem Hlédís rekur til alvarlegra mistaka heilbrigðisstarfsfólks sem tók á móti barninu. Hlédís segir það hafa tekið á að heyra frásögn Bergþóru Birnudóttur, sem sagði frá því í Kveik á RÚV á þriðjudag að hún hefði örkumlast við barnsburð og hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. Eiginlega orðlaus Fjölmargar konur, meðal annars Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, hafa í kjölfarið komið fram með reynslusögur úr heilbrigðiskerfinu og segja margar að þar hafi ekki verið hlustað á réttmætar áhyggjur þeirra. „Maður er eiginlega orðlaus. Það er bara óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu. Ég opinberað imitt mál til að það væri hægt að draga lærdóm af því þannig að ég held að þetta taki á alla sem hafa lent í einhverju hnjaski,“ segir Hlédís. „En ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn núna. Þessi umræða, ef við höldum henni vakandi, ef fólk áttar sig á því hversu mikið er undir í framtíðinni og að við séum kerfið og við getum breytt því, þá gerist eitthvað.“ Þá vísar hún til orða Ölmu Möller landlæknis í Kveik, sem sagði að virkja ætti frekar þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. „En mér finnst þó allavega að það ætti að byrja á að hlusta á þessa sjúklinga sem lenda í skakkaföllum. Þau eru að reyna að bæta kerfið, ef við bara byrjum þar. Byrjum á þeim enda. Það er alltaf sama uppskriftin. Það er ekki rödd þjónustuþega, það er að segja sjúklinga, þau hafa enga rödd inn í þessar nefndir,“ segir Hlédís. Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Læknir ekki látinn svara fyrir fölsun Yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hefur ekki verið látinn svara fyrir meintar rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistök sem áttu sér stað í og eftir fæðingu árið 2011. 20. ágúst 2016 08:00 Berst af krafti fyrir dóttur sína Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu. 26. apríl 2014 08:00 Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" "Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er," segir Hlédís Sveinsdóttir 22. apríl 2014 15:32 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Hlédís Sveinsdóttir átti dóttur sína á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í janúar 2011. Saga Hlédísar vakti mikla athygli þegar hún steig fram í Kastljósi árið 2013 en dóttir hennar varð fyrir heilaskaða í fæðingu, sem Hlédís rekur til alvarlegra mistaka heilbrigðisstarfsfólks sem tók á móti barninu. Hlédís segir það hafa tekið á að heyra frásögn Bergþóru Birnudóttur, sem sagði frá því í Kveik á RÚV á þriðjudag að hún hefði örkumlast við barnsburð og hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. Eiginlega orðlaus Fjölmargar konur, meðal annars Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, hafa í kjölfarið komið fram með reynslusögur úr heilbrigðiskerfinu og segja margar að þar hafi ekki verið hlustað á réttmætar áhyggjur þeirra. „Maður er eiginlega orðlaus. Það er bara óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu. Ég opinberað imitt mál til að það væri hægt að draga lærdóm af því þannig að ég held að þetta taki á alla sem hafa lent í einhverju hnjaski,“ segir Hlédís. „En ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn núna. Þessi umræða, ef við höldum henni vakandi, ef fólk áttar sig á því hversu mikið er undir í framtíðinni og að við séum kerfið og við getum breytt því, þá gerist eitthvað.“ Þá vísar hún til orða Ölmu Möller landlæknis í Kveik, sem sagði að virkja ætti frekar þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. „En mér finnst þó allavega að það ætti að byrja á að hlusta á þessa sjúklinga sem lenda í skakkaföllum. Þau eru að reyna að bæta kerfið, ef við bara byrjum þar. Byrjum á þeim enda. Það er alltaf sama uppskriftin. Það er ekki rödd þjónustuþega, það er að segja sjúklinga, þau hafa enga rödd inn í þessar nefndir,“ segir Hlédís.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Læknir ekki látinn svara fyrir fölsun Yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hefur ekki verið látinn svara fyrir meintar rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistök sem áttu sér stað í og eftir fæðingu árið 2011. 20. ágúst 2016 08:00 Berst af krafti fyrir dóttur sína Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu. 26. apríl 2014 08:00 Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" "Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er," segir Hlédís Sveinsdóttir 22. apríl 2014 15:32 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56
Læknir ekki látinn svara fyrir fölsun Yfirlæknir kvennadeildar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands hefur ekki verið látinn svara fyrir meintar rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistök sem áttu sér stað í og eftir fæðingu árið 2011. 20. ágúst 2016 08:00
Berst af krafti fyrir dóttur sína Hlédís Sveinsdóttir vill opna viðkvæma umræðu um afskiptalausa feður og ójafnrétti í foreldrakerfinu. Hún fór frá því að vera sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík í það að vera einstæð móðir á Akranesi á stuttum tíma en sér ekki eftir neinu. 26. apríl 2014 08:00
Skrifar til afskiptalausra feðra: "Finnst þeim kannski ábyrgðin alfarið kvenna?" "Þessar hugleiðingar eru ekki skrifaðar í reiði. Reiðin gagnvart þunguninni er löngu farin og þakklæti komið þess í stað. Ég er þakklát lífinu fyrir að fá að vera móðir þessa dásamlega barns sem dóttir mín er," segir Hlédís Sveinsdóttir 22. apríl 2014 15:32