Ótækt að innheimtufyrirtæki græði á skuldavanda borgarbúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2022 13:09 Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur til að Reykjavíkurborg hætti að nota innheimtufyrirtæki og taki upp manneskjulegri nálgun. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir harðlega að Reykjavíkurborg noti innheimtufyrirtæki til að innheimta reikninga og gjöld. Það sé ómanneskjuleg aðferð sem auki á vanda fólks í fátækt. Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“ Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í gær fékk Sanna svar við fyrirspurn sinni í borgarráði en hún spurðu hversu margir reikningar hefðu verið sendir í innheimtuferli frá 13. september 2019 til 2. febrúar 2022. Svarið kom henni í opna skjöldu en 58.800 reikningar borgarbúa voru sendir í innheimtuferli á þessu tímabili. Sanna hafði áður gert svipaða fyrirspurn og þegar allt er tekið saman þá hafa 107.384 reikningar farið í innheimtuferli frá 1. janúar 2018 til 2. febrúar 2022. Af þeim fóru 7.667 í löginnheimtu. „Þetta er svo rosalegt af því að þegar þú átt ekki fyrir reikningum, þegar þú ert fátækur og getur ekki greitt þá er þetta peningur sem bætist ofan á reikninginn. Það er svo harkalegt að borgin sé að nota innheimtufyrirtæki til að reyna að fá fátæka borgarbúa til að greiða fyrir reikninga og við erum að tala um gjöld í skólum eins og fyrir mataráskrift barna, leikskólagjöld, gjöld á skóla-og frístundasviði.“ Fyrirtæki í eigu borgarinnar eins og Orkuveitan og Félagsbústaðir nota líka innheimtufyrirtæki. „Sumarið 2020 var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum út af vanskilum. Þannig að þetta er þessi grunnþjónusta sem við erum að tala um. Það er mjög mikilvægt að borgin sé með manneskjulegar aðferðir þegar hún er að innheimta reikninga þannig að þetta sé ekki svona harkalegt og innheimtufyrirtæki séu ekki að hagnast á skuldavanda borgarbúa.“ Það sé ekki forsvaranlegt að Reykjavíkurborg útvisti verkefninu til innheimtufyrirtækja. Það sé aðeins til að auka á vanda fólks sem skuldi. „Einu sinni var Reykjavíkurborg með þetta innanhús og ég er með tillögu í borgarstjórn á þriðjudaginn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja og færi það inn á sitt svið og verði með lausnir sem hentar borgarbúum í viðkvæmri fjárhagslegri og félagslegri stöðu af því að það hjálpar engum að vera með þessar harkalegu aðferðir. Þetta verður að snjóbolta sem bara rúllar og rúllar og rúllar.“
Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira