Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. apríl 2022 13:03 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg kveikti formlega á nýja kerfinu í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti. Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sundlaugar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Sundhöll Selfoss er einn af vinsælustu stöðunum hjá heimamönnum og ferðamönnum enda koma þar um 370 þúsund gestir árlega. Klór skipar stóran sess í sundlaugum. Margir eru viðkvæmir fyrir klórnum en aðrir finna ekki fyrir honum. Pokar fullir af salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú var verið að taka í notkun nýtt klórframleiðslukerfi í sundlauginni, sem kemur frá Hollandi og kostaði um 45 milljónir króna. Magnús Gísli Sveinsson er forstöðumaður Sundhallar Selfoss. „Þessi búnaður framleiðir klór úr salti þannig að það verður til klórgas, sem fer beint út í laugarnar og hefur þessi góðu umhverfisvænu áhrif í staðinn fyrir gamla klórinn, sem fólk hafði ákveðið óþol fyrir. Þetta er ótrúlega flott tækni og mögnuð því við þurfum eiginlega ekkert að koma þessu. Þessi búnaður hefur verið í 11 ár á Íslandi og reynslan hefur sýnt fram á að hann endist mjög vel og er bæði umhverfisvænn og sparar mikið fjármagn,“ segir Magnús Gísli. Magnús Gísli Sveinsson, forstöðumaður Sundhallar Selfoss er alsæll með nýja klórframleiðslukerfið í sundlauginni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús segir að sundlaugargestir eigi að finna miklu minni klórlykt með nýja búnaðinum, sundfatnaður endist lengur og þá sé allt annað vinnuumhverfi fyrir starfsfólk laugarinnar með nýja búnaðinum. Salt í blandaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er eiginlega risaskref, þetta er langstærsta skrefið og svo langar okkur að taka það eins langt og hægt er með því að fara í Svansvottun, en það væri verðugt markmið að fara þangað,“ bætir hann við. Magnús segist vera mjög bjartsýnn með vorið og sumarið hvað varðar gestafjölda í Sundhöll Selfoss. „Já, ég á von á mikilli aukningu í sumar, bæði Íslendingum og ferðamönnum erlendum, þannig að við erum bara spennt fyrir sumrinu og höldum í vonina að við fáum að uppfæra hjá okkur útisvæðið á næstu árum.“ Bæjarfulltrúar í Árborg fengu m.a. kynningu á nýja kerfinu í Sundhöll Selfoss.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sundlaugar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira