Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2022 23:43 Kim Yo jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un og háttsettur meðlimur í Kommúnistaflokki Norður-Kóreu. EPA/Kim Yo Jong Geri Suður-Kórea nokkurs konar árás á Norður-Kóreu, verður henni svarað með kjarnorkuvopnum. Þetta sagði Kim Yo Jong, systir einræðisherrans Kim Jong Un, samkvæmt ríkismiðli Norður-Kóreu. Hún sagði það hafa verið gífurleg mistök af hálfu varnarmálaráðherra Suður-Kóreu að ræða mögulegar árásir á Norður-Kóreu. Suh Wook, áðurnefndur varnarmálaráðherra, sagði á föstudaginn að Suður-Kórea ætti eldflaugar sem hægt væri að nota til að gera nákvæmar árásir á skotmörk í Norður-Kóreu með skömmum fyrirvara. Það var eftir tilraunaskot langdrægrar eldflaugar sem getur borið kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu. Kim Yo Jong, sem er háttsettur embættismaður í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hafði áður fordæmt þessi ummæli og hótaði því að leggja mikilvæg skotmörk í Suður-Kóreu í rúst, ef ráðamönnum þar dytti í hug að gera fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu. Reuters vitnar í KCNA, ríkismiðil Norður-Kóreu, og hefur eftir henni að í Norður-Kóreu sé ekki litið á Suður-Kóreu sem höfuðóvin einræðisríkisins. Í Pyongyang væru ráðamenn á móti stríði en slík átök myndu skila Suður-Kóreu eftir í rúst. Hún sagði að ef her Suður-Kóreu færi svo mikið sem eina tommu inn í Norður-Kóreu, myndi ríkið mæta óhugsandi hamförum er herafli Norður-Kóreu sem sér um kjarnorkuvopn einræðisríkisins gerðu skyldu sína. „Þetta er ekki hótun. Þetta er ítarleg útskýring á viðbrögðum okkar við óábyrgum hernaðaraðgerðum Suður-Kóreu,“ er haft eftir henni Kim. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Hún sagði það hafa verið gífurleg mistök af hálfu varnarmálaráðherra Suður-Kóreu að ræða mögulegar árásir á Norður-Kóreu. Suh Wook, áðurnefndur varnarmálaráðherra, sagði á föstudaginn að Suður-Kórea ætti eldflaugar sem hægt væri að nota til að gera nákvæmar árásir á skotmörk í Norður-Kóreu með skömmum fyrirvara. Það var eftir tilraunaskot langdrægrar eldflaugar sem getur borið kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu. Kim Yo Jong, sem er háttsettur embættismaður í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hafði áður fordæmt þessi ummæli og hótaði því að leggja mikilvæg skotmörk í Suður-Kóreu í rúst, ef ráðamönnum þar dytti í hug að gera fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu. Reuters vitnar í KCNA, ríkismiðil Norður-Kóreu, og hefur eftir henni að í Norður-Kóreu sé ekki litið á Suður-Kóreu sem höfuðóvin einræðisríkisins. Í Pyongyang væru ráðamenn á móti stríði en slík átök myndu skila Suður-Kóreu eftir í rúst. Hún sagði að ef her Suður-Kóreu færi svo mikið sem eina tommu inn í Norður-Kóreu, myndi ríkið mæta óhugsandi hamförum er herafli Norður-Kóreu sem sér um kjarnorkuvopn einræðisríkisins gerðu skyldu sína. „Þetta er ekki hótun. Þetta er ítarleg útskýring á viðbrögðum okkar við óábyrgum hernaðaraðgerðum Suður-Kóreu,“ er haft eftir henni Kim.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira