Efsti maður heimslistans með örugga forystu eftir annan dag Masters Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2022 23:32 Scottie Scheffler er með fimm högga forystu á Masters-mótinu eftir tvo daga. David Cannon/Getty Images Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans í golfi, er með fimm högga forystu á Masters-mótinu í golfi þegar allir kylfingar hafa leikið tvo hringi. Scheffler var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta daginn, en lék holurnar 18 í kvöld á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins. Scheffler hefur því leikið hringina tvo á átta höggum undir pari. Scottie Scheffler holds a five-stroke lead after two rounds of the Masters, tying the tournament record for largest 36-hole lead.Scheffler is the first player to hold a 36-hole lead of five strokes or more in a major since Brooks Koepka, 2019 PGA Championship (7).#theMasters— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) April 8, 2022 Næstu menn á eftir Scheffler eru á þremur höggum undir pari, en þar á meðal er Sung-Jae Im sem var efstur eftir fyrsta hring. Im lék hringinn í kvöld hins vegar á tveimur höggum yfir pari og náði ekki að fylgja góðu gengi sínu eftir. Tiger Woods fór hringinn á 74 höggum og er nú einu höggi yfir pari. Hann spilaði vel í gær og lék á einu höggi undir pari. Hann var hins vegar í vandræðum framan af í kvöld og var kominn þremur höggum yfir par þegar hann átti sex holur eftir, en sótti þá tvo fugla í röð og bjargaði sér fyrir horn. Ready for the weekend. #themasters pic.twitter.com/asLLGvNC5U— The Masters (@TheMasters) April 8, 2022 Eftir hring kvöldsins var svo skorið niður. Af þeim 89 kylfingum sem hófu leik í kvöld komust 52 í gegnum niðurskurðinn. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru þeir Jordan Spieth, Brooks Koepka og Justin Rose. Spieth og Koepka léku hringina tvo á sex höggum yfir pari, en Rose lék á átta höggum yfir pari. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Scheffler var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta daginn, en lék holurnar 18 í kvöld á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari Augusta National-vallarins. Scheffler hefur því leikið hringina tvo á átta höggum undir pari. Scottie Scheffler holds a five-stroke lead after two rounds of the Masters, tying the tournament record for largest 36-hole lead.Scheffler is the first player to hold a 36-hole lead of five strokes or more in a major since Brooks Koepka, 2019 PGA Championship (7).#theMasters— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) April 8, 2022 Næstu menn á eftir Scheffler eru á þremur höggum undir pari, en þar á meðal er Sung-Jae Im sem var efstur eftir fyrsta hring. Im lék hringinn í kvöld hins vegar á tveimur höggum yfir pari og náði ekki að fylgja góðu gengi sínu eftir. Tiger Woods fór hringinn á 74 höggum og er nú einu höggi yfir pari. Hann spilaði vel í gær og lék á einu höggi undir pari. Hann var hins vegar í vandræðum framan af í kvöld og var kominn þremur höggum yfir par þegar hann átti sex holur eftir, en sótti þá tvo fugla í röð og bjargaði sér fyrir horn. Ready for the weekend. #themasters pic.twitter.com/asLLGvNC5U— The Masters (@TheMasters) April 8, 2022 Eftir hring kvöldsins var svo skorið niður. Af þeim 89 kylfingum sem hófu leik í kvöld komust 52 í gegnum niðurskurðinn. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru þeir Jordan Spieth, Brooks Koepka og Justin Rose. Spieth og Koepka léku hringina tvo á sex höggum yfir pari, en Rose lék á átta höggum yfir pari. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira