Leclerc tókst að komast fram fyrir heimsmeistarann ríkjandi, Max Verstappen, á síðasta hring sínum en Verstappen þurfti að gera sér annað sætið að góðu og ræsir því annar á eftir Leclerc. Nokkuð var um tafir í tímatökunni en Fernando Alonso lenti í árekstri sem gerði það að verkum að hreinsa þurfti brautina.
Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í þriðja sæti en liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, náði einungis níunda sæti og átti erfitt uppdráttar. Lewis Hamilton hjá Mercedes varð fimmti.
Efstu menn eftir tímatökuna:
1. Charles Leclerc, Ferrari 1:17.868
2. Max Verstappen, Red Bull 1:18.154
3. Sergio Perez, Red Bull 1:18.240
4. Lando Norris, McLaren 1:18.703
5. Lewis Hamilton, Mercedes 1:18.825
Pole position #2 of 2022 for @Charles_Leclerc! #AusGP #F1 pic.twitter.com/rvhsAdaLoC
— Formula 1 (@F1) April 9, 2022