Ógnvekjandi að börnin byrji á Instagram: „Mér finnst mjög mikilvægt að spyrja mikið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. apríl 2022 12:29 Elísabet Gunnarsdóttir eigandi Trendnet og Sjöstrand var gestur í síðasta þætti af Einkalífinu. Vísir/Helgi Ómars „Það hefur oft verið áskorun að finna þennan „balance“ á milli. Maður er að sýna lífið sitt en mér finnst fyrir mig persónulega, margir kjósa að sýna mun meira, en fyrir mig þá vil ég líka halda mínu,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir. Elísabet er eigandi og bloggari á Trendnet og er einnig með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum eins og Instagram. Hún deilir þó ekki hverju einasta smáatriði og passar upp á einkalífið sitt líka. „Mér finnst mjög mikilvægt að halda í „privacy“ fyrir mig og mína fjölskyldu líka,“ segir Elísabet í einlægu viðtali í nýjasta þættinum af Einkalífinu sem má sjá hér að neðan. Mamman þekkir þetta of vel Hún leyfir krökkunum að taka þátt í þessu eins og þau vilja, litli drengurinn skilur ekki alveg hvað hún er að starfa við en stelpan hennar er mjög meðvituð um það og er mun sjaldnar í mynd hjá mömmu sinni. „En biður alveg um að hjálpa mér og er alveg miklu klárari en ég á mörgum sviðum tækninnar.“ Elísabet segir að dóttirin hafi suðað um að fá Instagram í nokkur ár, en hafi ekki enn fengið leyfi til að byrja með eigin reikning. „Kannski af því að mamman þekkir þetta of vel,“ útskýrir Elísabet. „Það hræðir mig alveg sem móður,“ svarar hún aðspurð út í þá tilhugsun að börnin hennar muni á endanum byrja á samfélagsmiðlum. Hún viðurkennir að það sé alveg áskorun að vera unglingamamma. „Mér finnst mjög mikilvægt að spyrja mikið [...] Að þau geti talað við mann. Að tala við börnin sín er mjög stór og mikilvægur partur af uppeldi.“ Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pláss fyrir alla að ganga vel Elísabet hefur í gegnum árin nýtt samfélagsmiðlana til að vekja athygli á mikilvægum málefnum og einnig til þess að safna fyrir góðan málstað. Á hverju ári er hún með sölu á góðgerðarbolum ásamt Andreu Magnúsdóttur, Nönnu Kristínu Tryggvadóttur og Aldísi Pálsdóttur. „Þetta er skemmtilegasta verkefni ársins, verkefni sem er gert frá hjartanu.“ Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi hafa þær gefið milljónir á ári vegna Konur eru Konum Bestar verkefnisins til málefna sem tengjast konum. Sem dæmi má nefna Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og Stígamót. Allt snýst þetta um að leggja áherslu á að konur séu konum bestar en ekki verstar, eins og oft er talað um. „Við eigum það til Íslendingar, og í svona litlum samfélögum að vera ekki alveg nógu næs við náungann. Þetta snýst um að minna okkur á að það er vel pláss fyrir alla að ganga vel. Við viljum fá sem flestar konur með okkur í það klapplið.“ Elísabet Gunnars er að festa rætur á Íslandi á ný eftir 12 ár erlendis.Vísir/Helgi Ómars Eins og fjölskylda „Trendnet var stofnað fyrir bráðum tíu árum síðan en þá var ég sjálf búin að vera búin að blogga á mína eigin síðu í þrjú ár,“ segir Elísabet um það hvernig Trendnet ævintýrið byrjaði. Markmiðið var að setja nokkra af stærstu bloggurum landsins á þeim tíma undir sama hatt. „Ég heyrði í henni Álfrúnu Pálsdóttur sem var þá hérna á Vísi, hún var góð á einhverjum sviðum og ég á öðrum og við stofnuðum Trendnet.is og allir voru til í að vera með sem við heyrðum í, margir eru búnir að vera alveg frá upphafi.“ Margt hefur breyst síðan, Instagram var stofnað eftir að þær fóru af stað og Trendnet heldur samt alltaf að blómstra. „Maður þarf að vera duglegur, þetta er vinna. Þetta er ekki bara að taka myndir.“ Elísabet segir að þau horfi ekki í fylgjendatölur á samfélagsmiðlum þegar þau bæta nýjum bloggurum í hópinn, þau séu eins og ein fjölskylda. Bloggið sé ákveðinn lífsstíll og það sé nauðsynlegt að hafa bein í nefinu. „Það er ótrúlega gott og heilsteypt fólk sem er þarna undir þessum hatti og við náum að mynda einhvern kjarna.“ Í viðtalinu ræðir Elísabet meðal annars um móðurhlutverkið, börn og samfélagsmiðla, flutningana til Íslands, viðskipti, framtíð Trendnet og hvernig hún notar sinn vettvang til að styrkja góð málefni. Einkalífið Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Afhentu Stígamótum 4,5 milljónir Stígamót hafa fengið afhentan ágóðan úr bolasölu Konur eru konum bestar verkefnisins árið 2021. Söfðnuðust 4,5 milljónir með verkefninu. 6. apríl 2022 15:31 „Þar brotnaði ég“ „Það er eiginlega bara smá skrítið, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um að vera flutt aftur til Íslands. „Það er auðvitað fullt af kostum en ég er ennþá að venjast, það tekur smá tíma,“ útskýrir Elísabet. „Börnunum líður vel og það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú.“ 7. apríl 2022 11:30 Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira
Elísabet er eigandi og bloggari á Trendnet og er einnig með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum eins og Instagram. Hún deilir þó ekki hverju einasta smáatriði og passar upp á einkalífið sitt líka. „Mér finnst mjög mikilvægt að halda í „privacy“ fyrir mig og mína fjölskyldu líka,“ segir Elísabet í einlægu viðtali í nýjasta þættinum af Einkalífinu sem má sjá hér að neðan. Mamman þekkir þetta of vel Hún leyfir krökkunum að taka þátt í þessu eins og þau vilja, litli drengurinn skilur ekki alveg hvað hún er að starfa við en stelpan hennar er mjög meðvituð um það og er mun sjaldnar í mynd hjá mömmu sinni. „En biður alveg um að hjálpa mér og er alveg miklu klárari en ég á mörgum sviðum tækninnar.“ Elísabet segir að dóttirin hafi suðað um að fá Instagram í nokkur ár, en hafi ekki enn fengið leyfi til að byrja með eigin reikning. „Kannski af því að mamman þekkir þetta of vel,“ útskýrir Elísabet. „Það hræðir mig alveg sem móður,“ svarar hún aðspurð út í þá tilhugsun að börnin hennar muni á endanum byrja á samfélagsmiðlum. Hún viðurkennir að það sé alveg áskorun að vera unglingamamma. „Mér finnst mjög mikilvægt að spyrja mikið [...] Að þau geti talað við mann. Að tala við börnin sín er mjög stór og mikilvægur partur af uppeldi.“ Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Pláss fyrir alla að ganga vel Elísabet hefur í gegnum árin nýtt samfélagsmiðlana til að vekja athygli á mikilvægum málefnum og einnig til þess að safna fyrir góðan málstað. Á hverju ári er hún með sölu á góðgerðarbolum ásamt Andreu Magnúsdóttur, Nönnu Kristínu Tryggvadóttur og Aldísi Pálsdóttur. „Þetta er skemmtilegasta verkefni ársins, verkefni sem er gert frá hjartanu.“ Eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi hafa þær gefið milljónir á ári vegna Konur eru Konum Bestar verkefnisins til málefna sem tengjast konum. Sem dæmi má nefna Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og Stígamót. Allt snýst þetta um að leggja áherslu á að konur séu konum bestar en ekki verstar, eins og oft er talað um. „Við eigum það til Íslendingar, og í svona litlum samfélögum að vera ekki alveg nógu næs við náungann. Þetta snýst um að minna okkur á að það er vel pláss fyrir alla að ganga vel. Við viljum fá sem flestar konur með okkur í það klapplið.“ Elísabet Gunnars er að festa rætur á Íslandi á ný eftir 12 ár erlendis.Vísir/Helgi Ómars Eins og fjölskylda „Trendnet var stofnað fyrir bráðum tíu árum síðan en þá var ég sjálf búin að vera búin að blogga á mína eigin síðu í þrjú ár,“ segir Elísabet um það hvernig Trendnet ævintýrið byrjaði. Markmiðið var að setja nokkra af stærstu bloggurum landsins á þeim tíma undir sama hatt. „Ég heyrði í henni Álfrúnu Pálsdóttur sem var þá hérna á Vísi, hún var góð á einhverjum sviðum og ég á öðrum og við stofnuðum Trendnet.is og allir voru til í að vera með sem við heyrðum í, margir eru búnir að vera alveg frá upphafi.“ Margt hefur breyst síðan, Instagram var stofnað eftir að þær fóru af stað og Trendnet heldur samt alltaf að blómstra. „Maður þarf að vera duglegur, þetta er vinna. Þetta er ekki bara að taka myndir.“ Elísabet segir að þau horfi ekki í fylgjendatölur á samfélagsmiðlum þegar þau bæta nýjum bloggurum í hópinn, þau séu eins og ein fjölskylda. Bloggið sé ákveðinn lífsstíll og það sé nauðsynlegt að hafa bein í nefinu. „Það er ótrúlega gott og heilsteypt fólk sem er þarna undir þessum hatti og við náum að mynda einhvern kjarna.“ Í viðtalinu ræðir Elísabet meðal annars um móðurhlutverkið, börn og samfélagsmiðla, flutningana til Íslands, viðskipti, framtíð Trendnet og hvernig hún notar sinn vettvang til að styrkja góð málefni.
Einkalífið Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Afhentu Stígamótum 4,5 milljónir Stígamót hafa fengið afhentan ágóðan úr bolasölu Konur eru konum bestar verkefnisins árið 2021. Söfðnuðust 4,5 milljónir með verkefninu. 6. apríl 2022 15:31 „Þar brotnaði ég“ „Það er eiginlega bara smá skrítið, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um að vera flutt aftur til Íslands. „Það er auðvitað fullt af kostum en ég er ennþá að venjast, það tekur smá tíma,“ útskýrir Elísabet. „Börnunum líður vel og það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú.“ 7. apríl 2022 11:30 Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira
Afhentu Stígamótum 4,5 milljónir Stígamót hafa fengið afhentan ágóðan úr bolasölu Konur eru konum bestar verkefnisins árið 2021. Söfðnuðust 4,5 milljónir með verkefninu. 6. apríl 2022 15:31
„Þar brotnaði ég“ „Það er eiginlega bara smá skrítið, ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um að vera flutt aftur til Íslands. „Það er auðvitað fullt af kostum en ég er ennþá að venjast, það tekur smá tíma,“ útskýrir Elísabet. „Börnunum líður vel og það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú.“ 7. apríl 2022 11:30
Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31