„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2022 14:00 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segist ekki skilja málflutning listakvennanna sem að verkinu standa í þessu máli. Snæfellsbær/Vísir/Arnar Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að unnið sé að því að finna lausn á málinu. „Við töluðum saman í morgun, við Sunna. Við erum enn að reyna að finna lausn á þessu,“ segir Kristinn. Sunna segist sjálf vera reglulegu sambandi bæði við listakonurnar sem að verkinu standa og sömuleiðis Kristin. „En listaverkið er hér ennþá fyrir utan,“ segir Sunna. Hún sagði í samtali við fréttastofu á laugardaginn að reynt sé að leysa málið í sameiningu og að verkinu hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Kalla verk Ásmundar „rasískt“ Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að listaverk þeirra – geimflaug með styttuna af Guðríði innanborðs – vera nýtt verk sem þær hafi nefnt „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Bryndís sagði að með því að setja styttuna í geimflaugina vilji listakonurnar spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. Ásmundur Sveinsson nefndi styttuna „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ en hún var gerð í tengslum við Heimssýninguna í New York árið 1940. Steinunn sagðist fagna því að „þetta rasíska verk“ væri loks komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn. Gera sögu Guðríðar hátt undir höfði Kristinn, sem á sæti í Guðríðar- og Laugarbrekkuhópnum sem stóð að því að koma styttunni fyrir á Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar, segir að með því að koma styttunni fyrir þar hafi hópurinn verið að reyna að gera sögu Guðríðar hátt undir höfði. Og sögu kvenna. „Árið 2000 voru þúsund ár liðin frá ferð Guðríðar og fleiri vestur og við vildum minnast þess hérna á Snæfellsnesi og þá sérstaklega okkar víðförlu konu sem var Guðríður Þorbjarnardóttir. Hún fór yfir átta úthöf, gekk síðan suður alla Evrópu til Rómar. Við vildum minnast afreka þessarar konu. Sögu kvenna hefur heldur ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Það er fyrst og fremst það sem við vildum gera – að hefja hennar sögu til vegs og virðingar, sem konu. Þar sem það hafa líka verið karlar sem hafa skrifað söguna, um karla. Hvað styttan heitir, við vorum ekkert að spá í því.“ Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna í þessu máli. „Mér finnst þetta jafn skynsamlegt og ef Yrsa Sigurðardóttir myndi taka bók eftir Arnald Indriðason, endurskrifa bók eftir hann vegna þess að hún væri ekki ánægð með hvernig Arnaldur hefði skrifað söguna. Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks og tjáningu, en líka eignarrétti og því sem fólk er að gera,“ segir Kristinn. Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Söfn Myndlist Reykjavík Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kristinn segir í samtali við fréttastofu að unnið sé að því að finna lausn á málinu. „Við töluðum saman í morgun, við Sunna. Við erum enn að reyna að finna lausn á þessu,“ segir Kristinn. Sunna segist sjálf vera reglulegu sambandi bæði við listakonurnar sem að verkinu standa og sömuleiðis Kristin. „En listaverkið er hér ennþá fyrir utan,“ segir Sunna. Hún sagði í samtali við fréttastofu á laugardaginn að reynt sé að leysa málið í sameiningu og að verkinu hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Kalla verk Ásmundar „rasískt“ Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að listaverk þeirra – geimflaug með styttuna af Guðríði innanborðs – vera nýtt verk sem þær hafi nefnt „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Bryndís sagði að með því að setja styttuna í geimflaugina vilji listakonurnar spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. Ásmundur Sveinsson nefndi styttuna „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ en hún var gerð í tengslum við Heimssýninguna í New York árið 1940. Steinunn sagðist fagna því að „þetta rasíska verk“ væri loks komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn. Gera sögu Guðríðar hátt undir höfði Kristinn, sem á sæti í Guðríðar- og Laugarbrekkuhópnum sem stóð að því að koma styttunni fyrir á Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar, segir að með því að koma styttunni fyrir þar hafi hópurinn verið að reyna að gera sögu Guðríðar hátt undir höfði. Og sögu kvenna. „Árið 2000 voru þúsund ár liðin frá ferð Guðríðar og fleiri vestur og við vildum minnast þess hérna á Snæfellsnesi og þá sérstaklega okkar víðförlu konu sem var Guðríður Þorbjarnardóttir. Hún fór yfir átta úthöf, gekk síðan suður alla Evrópu til Rómar. Við vildum minnast afreka þessarar konu. Sögu kvenna hefur heldur ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Það er fyrst og fremst það sem við vildum gera – að hefja hennar sögu til vegs og virðingar, sem konu. Þar sem það hafa líka verið karlar sem hafa skrifað söguna, um karla. Hvað styttan heitir, við vorum ekkert að spá í því.“ Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna í þessu máli. „Mér finnst þetta jafn skynsamlegt og ef Yrsa Sigurðardóttir myndi taka bók eftir Arnald Indriðason, endurskrifa bók eftir hann vegna þess að hún væri ekki ánægð með hvernig Arnaldur hefði skrifað söguna. Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks og tjáningu, en líka eignarrétti og því sem fólk er að gera,“ segir Kristinn.
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Söfn Myndlist Reykjavík Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45
Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56