Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Snorri Másson skrifar 12. apríl 2022 22:00 Skrifstofa Eflingar var lokuð vegna starfsmannafundar í morgun. Vísir/Sigurjón Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þessi ákvörðun Sólveigar hefur vakið upp hörð viðbrögð meðal annars Drífu Snædal, forseta Alþýðusambandsins, og Friðriks Jónssonar, formanns BHM. Fram undan er hörð valdabaráttu um forystu Alþýðusambandsins - kosið er um hana í október, rétt um það leyti sem samningar losna flestir. Á sama tíma heyrast engar fordæmingar frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, eða Vilhjálmi Birgissyni, formaður Starfsgreinasambandsins, þeir hafa ekkert svarað í símann. Þeir hafa verið taldir heldur í slagtogi við Sólveigu Önnu í þeim flokkadráttum sem myndast hafa innan hreyfingarinnar. Sú hefur brugðist mjög harkalega við gagnrýni Drífu; Sólveig hefur sagt gagnrýnina afhjúpa hvar stéttahollusta Drífu liggi. Óljóst hvort skrifstofan verði starfshæf Klukkan rúmlega tíu í morgun hafði skrifstofa Eflingar enn ekki opnað dyr sínar fyrir félagsmönnum, sem leituðu þangað vegna margvíslegra erinda. Allt starfsfólkið var á krísufundi á efstu hæð. Kvöldið áður höfðu þau tíðindi borist að til stæði að segja þeim öllum upp. Á meðan var starfsemi stéttarfélagsins í lamasessi, sem forseti Alþýðusambandsins óttast að geti orðið raunin næstu mánuði. „Það er alveg ljóst að það er mikið áfall að missa vinnuna sína. Fólk er misvel starfhæft eftir það, ég tala nú ekki um þegar um hópuppsögn er að ræða. Það vita það allir sem hafa lent í því að það eru einstaklega erfiðar aðstæður. Það á bara eftir að koma í ljós hvort hægt sé að sinna skyldum sínum fyrir félagsmönnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir Deilt hefur verið um lögmæti aðgerðarinnar en Sólveig segir að ferlið sé í samræmi við lög. 890 þúsund krónur fyrir að ráða framkvæmdastjóra Þótt aðgerðin sé lögmæt er ljóst að hún verður kostnaðarsöm. Starfsmenn á skrifstofu Eflingar eiga að verða fjörutíu eftir breytingar. Nú eru þeir 57, en þeir verða allir hvattir til að sækja aftur um. Ráðninguna mun Hagvangur sjá um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er tilboð ráðningarstofunnar þannig að ráðgjöf við ráðningu sviðsstjóra eða framkvæmdastjóra kosti 890 þúsund, en með aðstoðarframkvæmdastjóra verða geta slíkar ráðningar orðið sex talsins. Ráðning skrifstofufólks eða sérfræðinga, sem sagt hinna þrjátíu og fjögurra starfsmannanna, mun kosta 300-445 þúsund krónur á einstakling, allt eftir því hvort fleiri en einn eru ráðnir í einu. Ef Hagvangurinn mun annast ráðningu í allar stöðurnar getur kostnaðurinn því numið rúmum 15 milljónum eða meiru. Á hinn bóginn er stefnt að því að spara 120 milljónir á ári með lækkuðum launakostnaði.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira