Upprisa Aldrei fór ég suður um helgina Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:09 Gert er ráð fyrir því að fjölmargir leggi leið sína til Ísafjarðar um helgina. Instagram/Aldreialdrei Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði nú um helgina eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal tónlistarmanna verða Bríet, Mugison og Páll Óskar. Hátíðin fer fram í Kampa-skemmunni hinn 15. og 16. apríl en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2004. Auk hátíðarinnar verður skíðavikan svokallaða á Ísafirði en sú hefur verið haldin frá árinu 1935. Tónleikahaldarar segja páskahefð margra að skella sér á skíði og á rokkhátíðina. „Stemningin er alveg rafmögnuð. Þetta er sami hópurinn sem hefur verið að skipuleggja þessa hátíð og það er mikill spenningur hérna í loftinu í bænum, mikið af uppákomum út um allt og komin mikil tilhlökkun í mann,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Mikill fjöldi fólks er nú þegar kominn til Ísafjarðar og Kristján segir að gistipláss í bænum sé nánast uppurið. Mugison, Moses Hightower og Páll Óskar Einvalalið tónlistarmanna, bæði landsþekktra og heimamanna, mun koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru Mugison, Moses Hightower, Aron Can, Páll Óskar og Inspector Spacetime. „Við leikum okkur alltaf að því að blanda saman heimafólki og svo landsþekktu, og á öllum aldri. Þessu blöndum við alltaf í eina súpu, þetta er bara alls konar blanda. Ég held að það sé svona besta við það að fólk kemur kannski hingað til að sjá Moses Hightower en sér svo hljómsveitina Skratta. Þá er það alltaf að sjá eitthvað nýtt. Fólk opnar augun fyrir hinu og þessu,“ segir Kristján Freyr. Síðast var hátíðin haldin árið 2019 en þá kom metfjöldi á hátíðina. Kristján segir að þá hafi tekist að „tvöfalda íbúðafjöldann“ fyrir vestan og hann vonar að jafn vel muni ganga í ár. Tónlist Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Hátíðin fer fram í Kampa-skemmunni hinn 15. og 16. apríl en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2004. Auk hátíðarinnar verður skíðavikan svokallaða á Ísafirði en sú hefur verið haldin frá árinu 1935. Tónleikahaldarar segja páskahefð margra að skella sér á skíði og á rokkhátíðina. „Stemningin er alveg rafmögnuð. Þetta er sami hópurinn sem hefur verið að skipuleggja þessa hátíð og það er mikill spenningur hérna í loftinu í bænum, mikið af uppákomum út um allt og komin mikil tilhlökkun í mann,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Mikill fjöldi fólks er nú þegar kominn til Ísafjarðar og Kristján segir að gistipláss í bænum sé nánast uppurið. Mugison, Moses Hightower og Páll Óskar Einvalalið tónlistarmanna, bæði landsþekktra og heimamanna, mun koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru Mugison, Moses Hightower, Aron Can, Páll Óskar og Inspector Spacetime. „Við leikum okkur alltaf að því að blanda saman heimafólki og svo landsþekktu, og á öllum aldri. Þessu blöndum við alltaf í eina súpu, þetta er bara alls konar blanda. Ég held að það sé svona besta við það að fólk kemur kannski hingað til að sjá Moses Hightower en sér svo hljómsveitina Skratta. Þá er það alltaf að sjá eitthvað nýtt. Fólk opnar augun fyrir hinu og þessu,“ segir Kristján Freyr. Síðast var hátíðin haldin árið 2019 en þá kom metfjöldi á hátíðina. Kristján segir að þá hafi tekist að „tvöfalda íbúðafjöldann“ fyrir vestan og hann vonar að jafn vel muni ganga í ár.
Tónlist Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29