Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 21:56 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“ Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira
Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira