Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 12:00 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, tekur til máls á mótmælunum á Austurvelli í dag. Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. Fyrri mótmæli vegna bankasölunnar voru haldin um síðustu helgi en skipuleggjendur mótmælanna í dag eru þeir sömu og áður; þar á meðal Jæja-hópurinn svokallaði, hópur sem staðið hefur að fjölda mótmæla og farið hefur mikinn í gagnrýni á ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur. Mótmælin hefjast klukkan 14 og á mælendaskrá eru Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Davíð þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins að kröfur mótmælenda séu að bankasölunni verði rift, að stjórn bankasýslunnar víki og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Almenningi misboðið Davíð Þór telur það síðastnefnda „sanngjarna og hógværa kröfu“. Hann býst við góðri mætingu. „Ég veit að fólki og almenningi og öllum þorra þjóðarinnar er gjörsamlega misboðið en við búum líka í samfélagi þar sem við erum að rísa upp úr tveggja ára mjög óvenjulegu tímabili,“ segir Davíð Þór og vísar þar til kórónuveirufaraldursins og tilheyrandi samkomutakmarkanna. Hann hyggst fara um víðan völl í ræðu sinni á mótmælunum á eftir. „Það sló mig, ég er að ferma börn núna. Þau eru fædd 2008, ártal sem hringir ákveðnum bjöllum. Og þess vegna setur að manni óhug þegar maður sér þetta í samfélaginu, finnur sama fnykinn og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins.“ Davíð Þór sjálfum blöskrar þær aðferðir sem hafðar voru í söluferlinu; símtöl í margumtalaða fagfjárfesta að kvöldi til, svo dæmi sé tekið. „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi. Nema náttúrulega þeim sem eru með boðskort í orgíuna,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur. Salan á Íslandsbanka Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Fyrri mótmæli vegna bankasölunnar voru haldin um síðustu helgi en skipuleggjendur mótmælanna í dag eru þeir sömu og áður; þar á meðal Jæja-hópurinn svokallaði, hópur sem staðið hefur að fjölda mótmæla og farið hefur mikinn í gagnrýni á ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur. Mótmælin hefjast klukkan 14 og á mælendaskrá eru Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Davíð þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins að kröfur mótmælenda séu að bankasölunni verði rift, að stjórn bankasýslunnar víki og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Almenningi misboðið Davíð Þór telur það síðastnefnda „sanngjarna og hógværa kröfu“. Hann býst við góðri mætingu. „Ég veit að fólki og almenningi og öllum þorra þjóðarinnar er gjörsamlega misboðið en við búum líka í samfélagi þar sem við erum að rísa upp úr tveggja ára mjög óvenjulegu tímabili,“ segir Davíð Þór og vísar þar til kórónuveirufaraldursins og tilheyrandi samkomutakmarkanna. Hann hyggst fara um víðan völl í ræðu sinni á mótmælunum á eftir. „Það sló mig, ég er að ferma börn núna. Þau eru fædd 2008, ártal sem hringir ákveðnum bjöllum. Og þess vegna setur að manni óhug þegar maður sér þetta í samfélaginu, finnur sama fnykinn og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins.“ Davíð Þór sjálfum blöskrar þær aðferðir sem hafðar voru í söluferlinu; símtöl í margumtalaða fagfjárfesta að kvöldi til, svo dæmi sé tekið. „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi. Nema náttúrulega þeim sem eru með boðskort í orgíuna,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur.
Salan á Íslandsbanka Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira