Liz Sheridan er látin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2022 09:02 Liz Sheridan, hér til hægri, ásamt Barney Martin, sem lék föður Jerry Seinfeld í Seinfeld þáttunum. Dennys/Getty Images) Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri. Sheridan lést í gær að því er fram kemur á vef Variety. Sheridan fæddist árið 1929 og átti langan og farsælan feril, ekki síst á Broadway, þar sem hún lék í fjölmörgum leikritum í gegnum tíðina. Sjónvarpsferill hennar hófst á áttunda áratugnum og lék hún í fjölmörgum þáttum á borð við ALF, Famili Ties og Melrose Place, svo dæmi séu tekin. Hún var hins vegar best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Helen Seinfeld í Seinfeld-þáttunum vinsælu sem framleiddir voru á tíunda áratug síðustu aldar. Þar lék hún móðir aðalpersónunnar Jerry Seinfeld, sem leikinn var af Jerry Seinfeld, annars skapara og höfunda þáttanna. Sheridan var með fast gestahlutverk í þáttunum. Lék hún í alls 21 þætti og nefna má að fyrir utan aðalleikarana fjóra, áðurnefndan Seinfeld, Jason Alexander, Julia-Louis Dreyfus og Michael Richards, var hún eini leikarinn sem kom fyrir í öllum þáttaröðunum níu sem framleiddar voru. Seinfeld minntist Sheridan á Twitter með hlýhug í gær, þar sem hann birti mynd af sjónvarpsmæðginunum. „Liz var alltaf indælasta og ljúfasta sjónvarpsmamman sem sonur gat óskað sér. Í hvert einasta skipti sem hún kom á settið leið mér vel. Ég er lánsamur að hafa kynnst henni,“ skrifar Seinfeld. Liz was always the sweetest, nicest TV mom a son could wish for. Every time she came on our show it was the coziest feeling for me. So lucky to have known her. pic.twitter.com/ae9TDHQILU— Jerry Seinfeld (@JerrySeinfeld) April 15, 2022 Stutt er síðan Estelle Harris, hin mamman í Seinfeld-þáttunum, móðir persónunnar George Costanza sem leikinn var af Jason Alexander, lést. Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46 Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Sheridan lést í gær að því er fram kemur á vef Variety. Sheridan fæddist árið 1929 og átti langan og farsælan feril, ekki síst á Broadway, þar sem hún lék í fjölmörgum leikritum í gegnum tíðina. Sjónvarpsferill hennar hófst á áttunda áratugnum og lék hún í fjölmörgum þáttum á borð við ALF, Famili Ties og Melrose Place, svo dæmi séu tekin. Hún var hins vegar best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Helen Seinfeld í Seinfeld-þáttunum vinsælu sem framleiddir voru á tíunda áratug síðustu aldar. Þar lék hún móðir aðalpersónunnar Jerry Seinfeld, sem leikinn var af Jerry Seinfeld, annars skapara og höfunda þáttanna. Sheridan var með fast gestahlutverk í þáttunum. Lék hún í alls 21 þætti og nefna má að fyrir utan aðalleikarana fjóra, áðurnefndan Seinfeld, Jason Alexander, Julia-Louis Dreyfus og Michael Richards, var hún eini leikarinn sem kom fyrir í öllum þáttaröðunum níu sem framleiddar voru. Seinfeld minntist Sheridan á Twitter með hlýhug í gær, þar sem hann birti mynd af sjónvarpsmæðginunum. „Liz var alltaf indælasta og ljúfasta sjónvarpsmamman sem sonur gat óskað sér. Í hvert einasta skipti sem hún kom á settið leið mér vel. Ég er lánsamur að hafa kynnst henni,“ skrifar Seinfeld. Liz was always the sweetest, nicest TV mom a son could wish for. Every time she came on our show it was the coziest feeling for me. So lucky to have known her. pic.twitter.com/ae9TDHQILU— Jerry Seinfeld (@JerrySeinfeld) April 15, 2022 Stutt er síðan Estelle Harris, hin mamman í Seinfeld-þáttunum, móðir persónunnar George Costanza sem leikinn var af Jason Alexander, lést.
Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46 Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46