Eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý Elísabet Inga Sigurðardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. apríl 2022 23:31 Margir tengja keilu við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý en formaður Keilusambandsins segiir að þeir sem stundi keilu á Íslandi þurfi sína eigin aðstöðu. Vísir/Skjáskot Æfingaaðstaða fyrir þá sem stunda keilu hér á landi er slæm að sögn formanns keilusambandsins. Iðkendur eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý. Aðsókn hefur verið í keilu sem íþrótt hér á landi en hún hefur farið minkandi vegna aðstöðuleysis. Hér á landi eru aðeins 22 keilubrautir í Egilshöllinni og þrjár á Akranesi. Margir tengja þetta rými við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý. Formaður Keilusambandsins segir að slíkt samkomurými fari illa saman við æfingaaðstöðu íþróttar. „Það er takmarkaður tími sem við höfum hér inni, einfaldlega því við erum í samkeppni við almenning sem leikur sér í keilu eins og við hin. Okkur vantar meiri tíma og við þurfum meira brautarpláss en almenningur,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður Keilusambands Íslands í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðstaðan er því ekki upp á marga fiska fyrir þá sem stunda keilu sem íþrótt. Jóhann Ágúst er formaður Keilusambands Íslands.Vísir „Okkur vantar okkar eigin aðstöðu þar sem við ráðum tímanum alfarið sjálf og getum þar af leiðandi fjölgað inn í íþróttina því við teljum okkur eiga efni á því að fjölga iðkendum,“ bætir Jóhann við. Íþróttin kalli nefnilega á einbeitingu hjá öllum aldurshópum. „Þetta er svona svipað, þó þetta sé hálf leiðinlegur samanburður, þá má líkja þessu við það að á sama tíma og það er landsleikur í fótbolta í Laugardalnum þá væri einhver bumbubolti fyrir aftan eitt markið og boltinn endalaust að koma inn á og trufla leikinn. Það er eiginlega bara þannig.“ Aðstöðuleysið er það slæmt að okkar efnilegasta fólk í keilu getur ekki iðkað íþróttina hér á landi. „Þar má nefna Arnar Davíð sem vann Evróputúrinn árið 2019. Hann fór beint út eftir að hann kom heim í eitt ár því hann sá að hann hefði ekki tíma til að æfa hérna. Hann bara komst ekki að,“ segir Jóhann Ágúst. Keila Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Aðsókn hefur verið í keilu sem íþrótt hér á landi en hún hefur farið minkandi vegna aðstöðuleysis. Hér á landi eru aðeins 22 keilubrautir í Egilshöllinni og þrjár á Akranesi. Margir tengja þetta rými við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý. Formaður Keilusambandsins segir að slíkt samkomurými fari illa saman við æfingaaðstöðu íþróttar. „Það er takmarkaður tími sem við höfum hér inni, einfaldlega því við erum í samkeppni við almenning sem leikur sér í keilu eins og við hin. Okkur vantar meiri tíma og við þurfum meira brautarpláss en almenningur,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður Keilusambands Íslands í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðstaðan er því ekki upp á marga fiska fyrir þá sem stunda keilu sem íþrótt. Jóhann Ágúst er formaður Keilusambands Íslands.Vísir „Okkur vantar okkar eigin aðstöðu þar sem við ráðum tímanum alfarið sjálf og getum þar af leiðandi fjölgað inn í íþróttina því við teljum okkur eiga efni á því að fjölga iðkendum,“ bætir Jóhann við. Íþróttin kalli nefnilega á einbeitingu hjá öllum aldurshópum. „Þetta er svona svipað, þó þetta sé hálf leiðinlegur samanburður, þá má líkja þessu við það að á sama tíma og það er landsleikur í fótbolta í Laugardalnum þá væri einhver bumbubolti fyrir aftan eitt markið og boltinn endalaust að koma inn á og trufla leikinn. Það er eiginlega bara þannig.“ Aðstöðuleysið er það slæmt að okkar efnilegasta fólk í keilu getur ekki iðkað íþróttina hér á landi. „Þar má nefna Arnar Davíð sem vann Evróputúrinn árið 2019. Hann fór beint út eftir að hann kom heim í eitt ár því hann sá að hann hefði ekki tíma til að æfa hérna. Hann bara komst ekki að,“ segir Jóhann Ágúst.
Keila Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira