Veiðin byrjar á fimmtudag í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 19. apríl 2022 10:45 Flottur urriði Elliðavatn hefur lengi verið kallað háskóli fluguveiðimannsins enda er mikið af fiski í vatninu sem er oftar en ekki tökuglaður þegar rétta agnið er á færinu. Veiði hefst í vatninu á fimmtudaginn Sumardaginn fyrsta og öll skilyrði eru fyrir hendi til að gera daginn góðann. Það er spáð bjartviðri og 10-12 stiga hita sem er yfirleitt nóg til að koma lífríkinu aðeins í gang. Síðustu árin hefur urriðinn verið í uppsveiflu í vatninu en hann er einstaklega gráðugur á þessum tíma og útsjónarsamir veiðimenn geta gert fína veiði svona snemma á tímabilinu ef rétt er að farið. Lykilatriði er að vera með langann taum og helst tökuvara. Þegar það er bjart sést flotlínan oft vel og þá þarf taumurinn er að vera í það minnsta ein og hálf stangarlengd. Ef þú ert að veiða með intermediate má hann vera styttri. Þegar það er bjart og stillt veður eru uppítökur mjög sýnilegar en þá er fiskurinn að stökkva á fyrstu flugurnar sem eru að klekjast, það gerist samt ekki oft eftir kalda tíð að klakið sé farið í gang en það hefur þó gerst. Annað sem er eiginlega besta ráðið er að vera með litlar þyngdar straumflugur, kasta langt út, bíða á meðan hún sekkur aðeins og strippa inn. Þetta hefur verið ein öflugasta veiðiaðferðin í urriða snemmsumars í vatnaveiði og ef það eru ekki uppítökur þá þýðir það bara að það sé ekkert klak hafið en þá er urriðinn oftar en ekki að elda hornsíli og oft ansi nálægt landi þannig að ekki hætta að strippa fyrr en línan er komin svo gott sem að stangartoppinum. Stangveiði Mest lesið Mótmæla harðlega banni við rjúpnaveiði í Húnaþingi-vestra Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði
Veiði hefst í vatninu á fimmtudaginn Sumardaginn fyrsta og öll skilyrði eru fyrir hendi til að gera daginn góðann. Það er spáð bjartviðri og 10-12 stiga hita sem er yfirleitt nóg til að koma lífríkinu aðeins í gang. Síðustu árin hefur urriðinn verið í uppsveiflu í vatninu en hann er einstaklega gráðugur á þessum tíma og útsjónarsamir veiðimenn geta gert fína veiði svona snemma á tímabilinu ef rétt er að farið. Lykilatriði er að vera með langann taum og helst tökuvara. Þegar það er bjart sést flotlínan oft vel og þá þarf taumurinn er að vera í það minnsta ein og hálf stangarlengd. Ef þú ert að veiða með intermediate má hann vera styttri. Þegar það er bjart og stillt veður eru uppítökur mjög sýnilegar en þá er fiskurinn að stökkva á fyrstu flugurnar sem eru að klekjast, það gerist samt ekki oft eftir kalda tíð að klakið sé farið í gang en það hefur þó gerst. Annað sem er eiginlega besta ráðið er að vera með litlar þyngdar straumflugur, kasta langt út, bíða á meðan hún sekkur aðeins og strippa inn. Þetta hefur verið ein öflugasta veiðiaðferðin í urriða snemmsumars í vatnaveiði og ef það eru ekki uppítökur þá þýðir það bara að það sé ekkert klak hafið en þá er urriðinn oftar en ekki að elda hornsíli og oft ansi nálægt landi þannig að ekki hætta að strippa fyrr en línan er komin svo gott sem að stangartoppinum.
Stangveiði Mest lesið Mótmæla harðlega banni við rjúpnaveiði í Húnaþingi-vestra Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Vatnamótin til Fish Partner Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Veiðiævintýri í Norðlingafljóti með Ólafi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði