Segir rangt hjá Einari að allt hafi logað í Ráðhúsinu síðustu fjögur ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2022 15:02 Þórdís Lóa segir alrangt hjá Einari að allt hafi logað í ráðhúsinu undanfarin fjögur ár. Vísir/Helgi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir alrangt að allt hafi logað í Ráðhúsinu undanfarið kjörtímabil. Hún segir óróleika fyrstu mánuði tímabilsins hafa litað nær allt starf borgarstjórnarinnar, sem eftir fyrstu mánuðina hafi gengið vel. Þetta sagði Þórdís Lóa í Pallborðinu á Vísi sem hófst klukkan tvö. Þar mætti hún Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í borginni og Líf Magneudóttur oddvita Vinstri grænna. Þar var til umræðu hvort núverandi meirihluti héldi áfram samstarfi héldi hann velli í kosningum, eins og útlit er fyrir núna. Líf og Þórdís sögðust báðar líta svo á að eðlilegast væri að meirihlutinn ræddi fyrst saman áður en aðrir valkostir yrðu skoðaðir. Líf lagði þó aukna áherslu á aukið samstarf við minnihlutan. „Sveitarstjórnir eru ekki eins og litla Alþingi þar sem er ríkisstjórn og minnihluti. Við erum fjölskipað stjórnvald og við eigum að vinna saman. Það er eitthvað sem ég myndi vilja reyna á í næstu borgarstjórn að [minnihluta]flokkar fái formannsembætti, að við séum að taka þátt í þessu saman,“ sagði Líf. Segir kominn tíma á flokk sem ekki hafi tekið þátt í leðjuslagi í ráðhúsinu Einar sagði þá alveg ljóst að fengi meirihlutinn áfram umboð myndi hann halda saman áfram. Hann rifjaði þó upp að það hefði ekki alltaf gengið vel. Líf Magneudóttir oddviti VG í borginni.Vísir/Helgi „Þó Líf sé hér af góðum vilja að tala um að fela minnihlutanum meiri áhrif þá höfum við horft á þessi ofboðslegu átök í borgarstjórn og eiginlega bara ljóta pólitík. Það segir ákveðna sögu að Gallup mæli traust á stofnunum í samfélaginu og mæli að það séu aðeins 23 prósent borgarbúa sem treysta borgarstjórn,“ sagði Einar. „Pólitíkin hefur verið lituð af svo mikilli hörku og svo miklum öfgum. Minnihlutinn telur sig ekki ná neinu fram, meirihlutinn keyyrir fram mjög einarða stefnu í sínum málum og svo er þetta bara stál í stál. Það er meira að segja skotið á bíl borgarstjóra á þessu kjörtímabili og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fordæmir það ekki,“ sagði Einar og bætti við að til þyrfti miðjuflokk sem ekki hefði tekið þátt í „leðjuslaginum í ráðhúsinu.“ Þórdís greip þá inn í og sagði það algeran misskilning að allt hafi verið í háalofti í ráðhúsinu á kjörtímabilinu. „Það hafa orðið stórkostlegar breytingar í borginni sem gleymast. Það gekk mjög brösulega fyrstu mánuðina og við lifum enn með þær gróusögur. Það er ekki allt búið að loga í ráðhúsinu síðan 2018, það er af og frá. Það voru hins vegar mjög mikil læti til að byrja með og það er mjög leiðinlegt að sjá hvernig það mengar allt þetta góða starf.“ Klippa: Pallborðið - Einar, Þórdís Lóa og Líf Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Pallborðið Tengdar fréttir Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin. 19. apríl 2022 12:15 Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15. apríl 2022 11:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bilun í netsambandi Vodafone Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Sjá meira
Þetta sagði Þórdís Lóa í Pallborðinu á Vísi sem hófst klukkan tvö. Þar mætti hún Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í borginni og Líf Magneudóttur oddvita Vinstri grænna. Þar var til umræðu hvort núverandi meirihluti héldi áfram samstarfi héldi hann velli í kosningum, eins og útlit er fyrir núna. Líf og Þórdís sögðust báðar líta svo á að eðlilegast væri að meirihlutinn ræddi fyrst saman áður en aðrir valkostir yrðu skoðaðir. Líf lagði þó aukna áherslu á aukið samstarf við minnihlutan. „Sveitarstjórnir eru ekki eins og litla Alþingi þar sem er ríkisstjórn og minnihluti. Við erum fjölskipað stjórnvald og við eigum að vinna saman. Það er eitthvað sem ég myndi vilja reyna á í næstu borgarstjórn að [minnihluta]flokkar fái formannsembætti, að við séum að taka þátt í þessu saman,“ sagði Líf. Segir kominn tíma á flokk sem ekki hafi tekið þátt í leðjuslagi í ráðhúsinu Einar sagði þá alveg ljóst að fengi meirihlutinn áfram umboð myndi hann halda saman áfram. Hann rifjaði þó upp að það hefði ekki alltaf gengið vel. Líf Magneudóttir oddviti VG í borginni.Vísir/Helgi „Þó Líf sé hér af góðum vilja að tala um að fela minnihlutanum meiri áhrif þá höfum við horft á þessi ofboðslegu átök í borgarstjórn og eiginlega bara ljóta pólitík. Það segir ákveðna sögu að Gallup mæli traust á stofnunum í samfélaginu og mæli að það séu aðeins 23 prósent borgarbúa sem treysta borgarstjórn,“ sagði Einar. „Pólitíkin hefur verið lituð af svo mikilli hörku og svo miklum öfgum. Minnihlutinn telur sig ekki ná neinu fram, meirihlutinn keyyrir fram mjög einarða stefnu í sínum málum og svo er þetta bara stál í stál. Það er meira að segja skotið á bíl borgarstjóra á þessu kjörtímabili og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fordæmir það ekki,“ sagði Einar og bætti við að til þyrfti miðjuflokk sem ekki hefði tekið þátt í „leðjuslaginum í ráðhúsinu.“ Þórdís greip þá inn í og sagði það algeran misskilning að allt hafi verið í háalofti í ráðhúsinu á kjörtímabilinu. „Það hafa orðið stórkostlegar breytingar í borginni sem gleymast. Það gekk mjög brösulega fyrstu mánuðina og við lifum enn með þær gróusögur. Það er ekki allt búið að loga í ráðhúsinu síðan 2018, það er af og frá. Það voru hins vegar mjög mikil læti til að byrja með og það er mjög leiðinlegt að sjá hvernig það mengar allt þetta góða starf.“ Klippa: Pallborðið - Einar, Þórdís Lóa og Líf
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Pallborðið Tengdar fréttir Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin. 19. apríl 2022 12:15 Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15. apríl 2022 11:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bilun í netsambandi Vodafone Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Sjá meira
Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin. 19. apríl 2022 12:15
Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15. apríl 2022 11:00