„Við erum komin inn í gostímabil“ Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 08:41 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræddi við umsjónarmenn Bítisins í morgun um skjálftana sem hafa verið á Reykjanesskaga síðustu daga og vikur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talsverðar líkur séu á öðru gosi á Reykjanesskaga „á næstunni“. „Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða eftir tíu ár.“ Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta sagði Þorvaldur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir að Reykjanesskaginn sé greinilega búinn að taka við sér, en nokkuð hefur verið um skjálftahrinur á svæðinu síðustu daga og vikur. Hann segir skjálftahrinurnar nú ekkert ósvipaðar þeim sem voru fyrir gosið í Fagradalsfjalli á síðasta ári. „Það sem er merkilegt, þegar maður horfir á þetta, þá virðist þetta vera betur afmarkað núna. Afmarkast við ákveðna rein ef maður getur sagt svo. [Skjálftarnir] fylgja ákveðinni línu. Þessir sem hafa verið undanfarana viku hafa fyrst og fremst verið inni á kerfi sem við köllum Reykjanes, og hafi þá verið úti á því sem menn þekkja kannski best sem Reykjanestá, og þar fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Miðað við það sem á undan gekk og það sem við vitum, síðasta gosi og aðdragandann að því sem kom mörgum á óvart... Hverjar eru líkurnar á að gæti gosið núna? „Líkurnar eru talsverðar. Við erum komin inn í gostímabil. Það er nokkuð ljóst að á tiltölulega stuttum tímaskala þá fáum við annað gos. Spurningin er hvort það gerist á morgun, eftir ár, eða efitr tíu ár. Það er erfitt fyrir okkur að segja til um það nákvæmlega. Öll teiknin sem við höfum – skjálftarnir sem við vorum að sjá núna og það eru alltaf að verða meiri og meiri gliðnunarskjálftar tengdir þessum hrinum, sem bendir til þess að hugsanlega sé kvika að koma inn og þenja þetta út. Það eru greinilega líka einhverjar hreyfingar á plötuskilunum. Þetta er bara komið af stað. Spennusviðið er þannig á Reykjanesskaganum í dag að það virðist vera auðveldara fyrir kviku að koma nálægt yfirborðinu og jafnvel upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Bítið Tengdar fréttir Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. 18. apríl 2022 11:06