„Það getur verið erfiðara að þegja, að aðhafast ekki og láta sem maður viti ekki“ Elísabet Hanna skrifar 23. apríl 2022 14:30 Listaverk Rúríar hafa verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi og vakið mikla lukku. Aðsend. Listakonan Rúrí opnar sýningu á Hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag en kveikjan að sýningunni er það ástand sem nú geysar í Úkraínu. Rúrí er meðal frumkvöðla í gjörningalist á Íslandi og verkin snúast um afleiðingar stríðsátaka, sýningarstjóri er Pari Stave. Frá Metropolitan Museum of Art Sýningarstjórinn Pari Stave hefur um árabil starfað sem sýningarstjóri í New York og sem deildarstjóri hjá Metropolitan Museum of Art í New York en flytur nú til Íslands. Hún mun taka við starfi forstöðumanns menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirð í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Pari Stave (@paristave) Ferill sem spannar meira en fimm áratugi Ferill listakonunnar Rúríar spannar meira en fimm áratugi og hefur hún einbeitt sér að því að takast á við siðferðileg álitamál, tilvistarógn og skort á mannúð í verkunum sínum sem takast meðal annars á við heimsvaldastefnu, kapítalisma, félagslegt óréttlæti og umhverfiseyðingu. Rúrí er einnig þekkt fyrir þau útilistaverk sem hún hefur gert eins og Regnbogann við flugstöðina í Keflavík og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík. Á nýju sýningunni sem ber heitið „Vituð ‘ér enn – eða hvað?“ verða tvær innsetningar eftir hana sem tala til okkar tíma og fjalla um eyðileggingu stríðsátaka. Rúrí er þekkt fyrir útilistaverk eins og Regnbogann við flugstöðina í Keflavík og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík.Aðsend. Kveikjan að sýningunni er það ástand sem nú geysar í Úkraínu Rúrí segir núverandi stríðsátök í Úkraínu minna okkur enn og aftur óþyrmilega á möguleikann á að kjarnorkustyrjöld brjótist út. Verkin úr safni hennar fjalla á áhrifamikinn hátt um þessi efni. Aðspurð hvernig það sé að vinna með svona stórt málefni segir hún það alltaf vera erfitt að fjalla um málefni sem snerta líf og dauða og þá sérstaklega stríðsátök og afleiðingar þeirra. „En það getur verið erfiðara að þegja, að aðhafast ekki og láta sem maður viti ekki af þeirri vofeiflegu atburðarás sem stjórnmálamenn hafa sett af stað og varðar líf og limi þúsunda manna,“ segir hún og bætir við: „Það að verða sjónarvottur að afleiðingum stríðsátaka er nokkuð sem aldrei gleymist.“ Kveikjan að sýningunni er það ástand sem nú geysar í ÚkraínuRúrí. Innsetningar „Ég hef alla tíð haft andstyggð á ofbeldi og því að reyna að leysa ágreiningsmál með hervaldi. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði þegar þjóðarleiðtogar grípa til ofbeldis gegn öðrum þjóðum,“ segir Rúrí um ástandið í Úkraínu í dag. Önnur innsetningin á sýningarinnar samanstendur af fimmtán kistum sem í útliti líkjast kistum sem gjarnan má finna á heimilum fólks sem eru gjarnan notaðar sem hirslur fyrir tilfinningaleg og veraldleg verðmæti. Hlutirnir hafa þó ekki persónulegt, menningarlegt eða sögulegt mikilvægi heldur eru hlutirnir frekar til vitnis um hversdagslegt líf. Eins og nafn verksins gefur til kynna þá vísa kisturnar til sýningarkassa í söfnum þar sem hlutir með menningarlegt verðmæti eru geymdir eða sýndir til vitnis um vitsmunaleg, sköpunar eða söguleg afrek. Hin innsetningin er tíu mínútna videóverkið Elgey (2000) þar sem skráning á ferð um Króatíu, Bosníu Herzegóvínu og Serbíu í byrjun árs 1998 er sýnd. Þegar myndavélin ferðast gegnum stræti og húsarústir sjást eingöngu afleiðingar stríðsátaka hvert sem litið er. Rúrí sér um myndatöku og klipping ásamt Kvik Kvikmyndagerð og Hilmar Örn Hilmarsson sér um tónlistina. „Innrás Rússa í Úkraínu er mikið áfall fyrir alla friðelskandi menn. Með tilliti til þessa kom ekkert annað til greina en að sýna verk úr safni mínu sem fjalla um afleiðingar stríðsátaka. Því miður þá eiga þau fullt erindi enn þann dag í dag,“ segir Rúrí að lokum. Menning Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Ég er sátt við mitt dagsverk Allt er á yfirsnúningi í Listasafni Íslands þegar blaðamaður stingur inn nefinu daginn fyrir opnun yfirlitssýningar á verkum Rúríar. Allir sýningarsalir eru undir, iðnaðarmenn og starfsfólk safnsins á þönum á milli þeirra. Þau gætu örugglega þegið nokkra sýningarsali í viðbót, ef það væri í boði. Verk Rúríar taka oftar en ekki plássið sitt og aldrei áður hafa svo mörg þeirra verið sýnd saman á einum stað. 3. mars 2012 10:00 Rúrí á ítölsku Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leiðsögnin verður á ítölsku. 14. júní 2012 11:00 Fyssa í Grasagarðinum endurvígð Fyssa, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, var endurvígð í dag þegar vatni var hleypt á hana eftir sex ára hlé. 25. apríl 2019 13:19 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Frá Metropolitan Museum of Art Sýningarstjórinn Pari Stave hefur um árabil starfað sem sýningarstjóri í New York og sem deildarstjóri hjá Metropolitan Museum of Art í New York en flytur nú til Íslands. Hún mun taka við starfi forstöðumanns menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirð í byrjun maí. View this post on Instagram A post shared by Pari Stave (@paristave) Ferill sem spannar meira en fimm áratugi Ferill listakonunnar Rúríar spannar meira en fimm áratugi og hefur hún einbeitt sér að því að takast á við siðferðileg álitamál, tilvistarógn og skort á mannúð í verkunum sínum sem takast meðal annars á við heimsvaldastefnu, kapítalisma, félagslegt óréttlæti og umhverfiseyðingu. Rúrí er einnig þekkt fyrir þau útilistaverk sem hún hefur gert eins og Regnbogann við flugstöðina í Keflavík og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík. Á nýju sýningunni sem ber heitið „Vituð ‘ér enn – eða hvað?“ verða tvær innsetningar eftir hana sem tala til okkar tíma og fjalla um eyðileggingu stríðsátaka. Rúrí er þekkt fyrir útilistaverk eins og Regnbogann við flugstöðina í Keflavík og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík.Aðsend. Kveikjan að sýningunni er það ástand sem nú geysar í Úkraínu Rúrí segir núverandi stríðsátök í Úkraínu minna okkur enn og aftur óþyrmilega á möguleikann á að kjarnorkustyrjöld brjótist út. Verkin úr safni hennar fjalla á áhrifamikinn hátt um þessi efni. Aðspurð hvernig það sé að vinna með svona stórt málefni segir hún það alltaf vera erfitt að fjalla um málefni sem snerta líf og dauða og þá sérstaklega stríðsátök og afleiðingar þeirra. „En það getur verið erfiðara að þegja, að aðhafast ekki og láta sem maður viti ekki af þeirri vofeiflegu atburðarás sem stjórnmálamenn hafa sett af stað og varðar líf og limi þúsunda manna,“ segir hún og bætir við: „Það að verða sjónarvottur að afleiðingum stríðsátaka er nokkuð sem aldrei gleymist.“ Kveikjan að sýningunni er það ástand sem nú geysar í ÚkraínuRúrí. Innsetningar „Ég hef alla tíð haft andstyggð á ofbeldi og því að reyna að leysa ágreiningsmál með hervaldi. Það eru gríðarlega mikil vonbrigði þegar þjóðarleiðtogar grípa til ofbeldis gegn öðrum þjóðum,“ segir Rúrí um ástandið í Úkraínu í dag. Önnur innsetningin á sýningarinnar samanstendur af fimmtán kistum sem í útliti líkjast kistum sem gjarnan má finna á heimilum fólks sem eru gjarnan notaðar sem hirslur fyrir tilfinningaleg og veraldleg verðmæti. Hlutirnir hafa þó ekki persónulegt, menningarlegt eða sögulegt mikilvægi heldur eru hlutirnir frekar til vitnis um hversdagslegt líf. Eins og nafn verksins gefur til kynna þá vísa kisturnar til sýningarkassa í söfnum þar sem hlutir með menningarlegt verðmæti eru geymdir eða sýndir til vitnis um vitsmunaleg, sköpunar eða söguleg afrek. Hin innsetningin er tíu mínútna videóverkið Elgey (2000) þar sem skráning á ferð um Króatíu, Bosníu Herzegóvínu og Serbíu í byrjun árs 1998 er sýnd. Þegar myndavélin ferðast gegnum stræti og húsarústir sjást eingöngu afleiðingar stríðsátaka hvert sem litið er. Rúrí sér um myndatöku og klipping ásamt Kvik Kvikmyndagerð og Hilmar Örn Hilmarsson sér um tónlistina. „Innrás Rússa í Úkraínu er mikið áfall fyrir alla friðelskandi menn. Með tilliti til þessa kom ekkert annað til greina en að sýna verk úr safni mínu sem fjalla um afleiðingar stríðsátaka. Því miður þá eiga þau fullt erindi enn þann dag í dag,“ segir Rúrí að lokum.
Menning Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir Ég er sátt við mitt dagsverk Allt er á yfirsnúningi í Listasafni Íslands þegar blaðamaður stingur inn nefinu daginn fyrir opnun yfirlitssýningar á verkum Rúríar. Allir sýningarsalir eru undir, iðnaðarmenn og starfsfólk safnsins á þönum á milli þeirra. Þau gætu örugglega þegið nokkra sýningarsali í viðbót, ef það væri í boði. Verk Rúríar taka oftar en ekki plássið sitt og aldrei áður hafa svo mörg þeirra verið sýnd saman á einum stað. 3. mars 2012 10:00 Rúrí á ítölsku Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leiðsögnin verður á ítölsku. 14. júní 2012 11:00 Fyssa í Grasagarðinum endurvígð Fyssa, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, var endurvígð í dag þegar vatni var hleypt á hana eftir sex ára hlé. 25. apríl 2019 13:19 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ég er sátt við mitt dagsverk Allt er á yfirsnúningi í Listasafni Íslands þegar blaðamaður stingur inn nefinu daginn fyrir opnun yfirlitssýningar á verkum Rúríar. Allir sýningarsalir eru undir, iðnaðarmenn og starfsfólk safnsins á þönum á milli þeirra. Þau gætu örugglega þegið nokkra sýningarsali í viðbót, ef það væri í boði. Verk Rúríar taka oftar en ekki plássið sitt og aldrei áður hafa svo mörg þeirra verið sýnd saman á einum stað. 3. mars 2012 10:00
Rúrí á ítölsku Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leiðsögnin verður á ítölsku. 14. júní 2012 11:00
Fyssa í Grasagarðinum endurvígð Fyssa, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, var endurvígð í dag þegar vatni var hleypt á hana eftir sex ára hlé. 25. apríl 2019 13:19