Vorveiði í Korpu spennandi kostur Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2022 14:25 Það er hægt að veiða flotta sjóbirtinga í Korpu á þessum árstíma. Korpa er ein af þessum þremur veiðiperlum sem renna við og í gegnum borgina en hinar eru Elliðaárnar og Leirvogsá. Korpa er furðu jöfn í sumarveiðinni en þar veiðist yfirleitt um og yfir 100 laxar á hverju sumri á tvær stangir. Veiðimenn sem veiða í ánni þekkja það líka ágætlega að í henni er töluvert af sjóbirting en stærstu birtingarnir eru venjulega að ganga í hana þegar veiðitímanum líkur á haustinn. Þessir stóru birtingar eru núna möguleiki á færi fyrir veiðimenn og veiðikonur þar sem SVFR hefur boðið uppá vorveiði í ánni. Það má veiða til 30. maí og öllum fiski skal sleppt. Aðeins er veitt á eina stöng og aðeins veitt annan hvern dag til að hvíla þessu nettu á. Það er fullt af flottum veiðistöðum þar sem að öllu jöfnu má sjá töluvert af fiski en frá stífluvatninu, sem er reyndar einn besti veiðistaðurinn, er stutt milli veiðistaða og auðvelt að ganga meðfram ánni. Ég myndi alltaf mæla með því að tvær veiðifélagar gerðu þetta bara þannig að byrja efst á einum bíl en vera me annan bíl niður við veiðihús. Veiða sig svo bara rólega niður ánna og sjá hvaða ævintýri verða á vegi ykkar á leiðinni. Stangveiði Mest lesið Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði
Korpa er furðu jöfn í sumarveiðinni en þar veiðist yfirleitt um og yfir 100 laxar á hverju sumri á tvær stangir. Veiðimenn sem veiða í ánni þekkja það líka ágætlega að í henni er töluvert af sjóbirting en stærstu birtingarnir eru venjulega að ganga í hana þegar veiðitímanum líkur á haustinn. Þessir stóru birtingar eru núna möguleiki á færi fyrir veiðimenn og veiðikonur þar sem SVFR hefur boðið uppá vorveiði í ánni. Það má veiða til 30. maí og öllum fiski skal sleppt. Aðeins er veitt á eina stöng og aðeins veitt annan hvern dag til að hvíla þessu nettu á. Það er fullt af flottum veiðistöðum þar sem að öllu jöfnu má sjá töluvert af fiski en frá stífluvatninu, sem er reyndar einn besti veiðistaðurinn, er stutt milli veiðistaða og auðvelt að ganga meðfram ánni. Ég myndi alltaf mæla með því að tvær veiðifélagar gerðu þetta bara þannig að byrja efst á einum bíl en vera me annan bíl niður við veiðihús. Veiða sig svo bara rólega niður ánna og sjá hvaða ævintýri verða á vegi ykkar á leiðinni.
Stangveiði Mest lesið Eldvatn: Tilboð undir væntingum Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði Stórlaxahelgi í Blöndu Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Sjö vænir birtingar komnir á land í Eldvatni í Meðallandi Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði