Penninn lagði VÍS í brunadeilu fyrir Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:24 Mikinn reyk lagði frá húsinu sem brann til kaldra kola. Vísir/Atli Hæstiréttur hefur staðfest sigur Pennans í deilu verslunarinnar við Vátryggingafélag Íslands varðandi kröfu Pennans til greiðslu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna bruna í Skeifunni í júlí 2014. Verslun Griffils varð eldinum að bráð í brunanum. Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu til kaldra kola. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótauppgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann 1. janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri að endurreisa rekstur Griffils. Því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vildi VÍS ekki una og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Taldi félagið að úrslit málsins myndu hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra ætti lög um vátryggingastarfsemi hvað varðaði upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök og fjallaði um málið. Dómur var kveðinn upp í dag og var niðurstaðan úr Landsrétti staðfest. Var VÍS látið bera hallann af því að ósannað væri að Penninn hefði fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem gátu skipt sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi laga um vátryggingarsamninga. Staðfesti Hæstiréttur þar með að krafa Pennans hefði ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað. Dómsmál Stórbruni í Skeifunni Tryggingar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Þann 6. júlí 2014 kom upp mikill eldur í Skeifunni 11 þar sem bókaverslunin Griffill, Rekstrarland og Efnalaugin Fönn brunnu til kaldra kola. Eldurinn kviknaði við þvottagrindur sem stóðu við strauvélar í húsnæði Fannar. Að auki náði eldurinn að læsa sér í húsnæði Tandoori og Promennt. Deilu VÍS og Pennans má rekja til bótauppgjörs vegna Griffils en bótauppgjör fór fram um ári eftir brunann. Penninn mótmælti hins vegar uppgjörinu og taldi tjónið ekki að fullu bætt. Krafði það tryggingafélagið um greiðslu eftirstöðva bóta. Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem því var skipt í tvennt, í fyrsta lagi var tekist á um hvort krafa Pennans væri fyrnd. Héraðsdómur taldi að Penninn hefði haft allar nauðsynlegar upplýsingar um þau atvik sem grundvöllur kröfunnar byggði á þegar hún var sett fram, þann 31. desember 2014. Fyrningarfrestur hafi því byrjað að líða 1. janúar 2015 og krafan fallin niður fyrir fyrningu. Landsréttur sneri hins vegar niðurstöðu héraðsdóms við. Þótti Landsrétti ljóst að þann 1. janúar 2015 hafi það enn verið til skoðunar hvort unnt væri að endurreisa rekstur Griffils. Því hafi nauðsynlegar upplýsingar ekki verið komnar fram fyrir þann tíma. Var fyrningarfrestur kröfunnar því ekki talinn hafa byrjað að líða fyrr en í árslok 2015 og krafan því ófyrnd að mati Landsréttar. Þessu vildi VÍS ekki una og sendi málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Taldi félagið að úrslit málsins myndu hafa verulegt almennt gildi um hvernig skýra ætti lög um vátryggingastarfsemi hvað varðaði upphafstíma fyrningu kröfu úr skaðatryggingu. Hæstiréttur tók undir þessi rök og fjallaði um málið. Dómur var kveðinn upp í dag og var niðurstaðan úr Landsrétti staðfest. Var VÍS látið bera hallann af því að ósannað væri að Penninn hefði fyrir árslok 2014 haft nauðsynlegar upplýsingar um atvik sem gátu skipt sköpum um afmörkun bótatímabilsins og voru grundvöllur kröfu hans í skilningi laga um vátryggingarsamninga. Staðfesti Hæstiréttur þar með að krafa Pennans hefði ekki verið fyrnd þegar málið var höfðað.
Dómsmál Stórbruni í Skeifunni Tryggingar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira