Ísland veitir 80 milljónum til Eþíópíu Heimsljós 28. apríl 2022 10:35 WFP/Claire Nevill Á framlagaráðstefnu sem fram fór í Genf í gær tilkynntu íslensk stjórnvöld að þau myndu veita 80 milljónum króna til mannúðaraðstoðar í Eþíópíu á þessu ári. Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), Evrópusambandið, Eþíópía, Kenía og Sómalía stóðu fyrir ráðstefnunni vegna yfirvofandi hungursneyðar af völdum þurrka á svæðinu sem kennt er við horn Afríku. Þurrkarnir eru þeir verstu í rúma fjóra áratugi og valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, það er Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Áætla Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð vofi yfir 15-16 milljónum manna verði ekkert að gert. Framlag Íslands mun renna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem hlýtur 50 milljónir króna og 30 milljónir króna renna til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Framlagið er til viðbótar við kjarnaframlög Íslands til stofnananna sem nema 200 milljónum króna á árinu. Ísland lagði einnig sitt af mörkum til að bregðast við ástandinu í Eþíópíu í árslok 2021 með 50 milljóna króna framlagi til WFP. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Kenía Sómalía Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Þurrkarnir eru þeir verstu í rúma fjóra áratugi og valda miklum búsifjum og matarskorti í þremur löndum sem kennd eru við horn Afríku, það er Eþíópíu, Kenía og Sómalíu. Áætla Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð vofi yfir 15-16 milljónum manna verði ekkert að gert. Framlag Íslands mun renna til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem hlýtur 50 milljónir króna og 30 milljónir króna renna til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Framlagið er til viðbótar við kjarnaframlög Íslands til stofnananna sem nema 200 milljónum króna á árinu. Ísland lagði einnig sitt af mörkum til að bregðast við ástandinu í Eþíópíu í árslok 2021 með 50 milljóna króna framlagi til WFP. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Kenía Sómalía Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent