Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 20:29 Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 700 þúsund krónur í miskabætur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira