Tæpar fimmtíu milljónir á viku: Óttast að ný bylgja netglæpa sé að hefjast Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 12:58 Gísli Jökull Gíslason er rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/sigurjón Á einni viku hafa þrjú íslensk fyrirtæki tapað samanlagt um 50 milljónum króna vegna árása netþrjóta á tölvupósthólf þeirra. Lögreglumaður hefur áhyggjur af því að slíkir glæpir séu aftur að ná sér á strik á Íslandi. Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull. Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull.
Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira