Átta Íslendingar sagðir eiga eignir í Dúbaí Eiður Þór Árnason skrifar 5. maí 2022 17:09 Auðmenn frá öllum heimshornum hafa gert sig heimakomna í Dúbaí. Getty/Umar Shariff Photography Átta Íslendingar eiga fasteignir í Dúbaí ef marka má gögn sem lekið var til norska viðskiptamiðilsins E24. Að sögn miðilsins er þetta í fyrsta sinn sem greinargott yfirlit fæst yfir eigendur lúxusfasteigna, íbúða og skrifstofubygginga í furstadæminu sem hefur lengi verið þekkt sem leikvöllur ríka fólksins. Samkvæmt greiningu sérfræðinga er meðalverð fasteignanna átta sem skráðar eru í eigu Íslendinga 4.447.844 norskar krónur, eða um 62,4 milljónir íslenskra króna. Heildarvirði íbúðanna er sagt vera 35.582.753 norskar krónur eða um 499,2 milljónir íslenskra króna. Ekki er útilokað að fleiri eignir séu í eigu Íslendinga í gegnum skúffufélög. Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur ítrekað verið tengt við ólöglegt fjárstreymi, peningaþvætti og að vera það skattaskjól sem hvað mest leynd ríkir yfir í heiminum. Þrátt fyrir það er hvorki óvenjulegt né ólöglegt fyrir erlenda ríkisborgara að eiga fasteignir í Dúbaí en að sögn E24 sýna umrædd gögn að glæpamenn frá fjölmörgum ríkjum, þar á meðal Noregi, séu þar skráðir fyrir verðmætum eignum. Lítið sem ekkert er fjallað um Íslendinga í umfjöllun E24 en að sögn miðilsins má á listanum meðal annars finna glæpamenn með tengsl við Noreg og fólk á flótta undan réttvísinni. Lítill hluti Norðmanna og Dana gefur eignir upp til skatts Finna má minnst 229 eignir sem skráðar eru á einstaklinga með skattalega heimilisfesti í Noregi í gögnunum. Að sögn E24 er fjöldi einstaklinga á listanum sem sakaðir hafa verið um glæpi í heimalandi sínu og í einhverjum tilvikum hafi lögregla ekki getað leitt fólkið fyrir dóm á meðan það er í Dúbaí. Þá megi finna þar einstaklinga sem hafi verið tengdir við fíkniefnasmygl, efnahagsbrot, spillingu og aðra sem hafi sætt efnahagsþvingunum stjórnvalda. Rannsókn E24 bendir til þess að 48 eignir í Dúbaí séu í eigu einstaklinga með norskan bakgrunn sem hafi verið sakfelldir eða séu eftirlýstir. Jafnframt hefur greining E24 leitt í ljós að einungis brot af þeim Norðmönnum og Dönum sem birtast í gögnunum hafi gefið eignir sínar í Dúbaí upp til skatts í heimalandinu. Óhætt er að segja að Dúbaí sé staður háhýsanna.Getty/Frantic00 Indverjar með flestar eignir Indverjar koma oftast fyrir í gögnunum og eru skráðir fyrir alls 68.759 eignum. Næst koma Bretar með 40.129 eignir, Pakistanar með 38.907 og Sádi-Arabar með 23.725. Samkvæmt gögnunum eiga yfir hundrað rússneskir ráðamenn, ólígarkar nákomnir stjórnvöldum í Rússlandi og aðilar sem tilheyra þarlendri valdastétt eignir í Dúbaí. Gögnin eru frá árinu 2020 og voru afhent E24 af bandarísku rannsóknarstofnuninni Center for Advanced Defense Studies. Hefur norski miðilinn unnið úr gögnunum í samstarfi við yfir tuttugu aðra fjölmiðla um víðan heim. Pakkinn inniheldur upplýsingar um yfir 800 þúsund fasteignir í Dúbaí í eigu 274 þúsund einstaklinga, fyrirtækja og annarra aðila, skráð í alls 197 ríkjum og landsvæðum. Hópur norskra fræðimanna hefur rannsakað gögnin og meðal annars lagt mat á virði eignanna. Sameinuðu arabísku furstadæmin Fasteignamarkaður Íslendingar erlendis Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Samkvæmt greiningu sérfræðinga er meðalverð fasteignanna átta sem skráðar eru í eigu Íslendinga 4.447.844 norskar krónur, eða um 62,4 milljónir íslenskra króna. Heildarvirði íbúðanna er sagt vera 35.582.753 norskar krónur eða um 499,2 milljónir íslenskra króna. Ekki er útilokað að fleiri eignir séu í eigu Íslendinga í gegnum skúffufélög. Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur ítrekað verið tengt við ólöglegt fjárstreymi, peningaþvætti og að vera það skattaskjól sem hvað mest leynd ríkir yfir í heiminum. Þrátt fyrir það er hvorki óvenjulegt né ólöglegt fyrir erlenda ríkisborgara að eiga fasteignir í Dúbaí en að sögn E24 sýna umrædd gögn að glæpamenn frá fjölmörgum ríkjum, þar á meðal Noregi, séu þar skráðir fyrir verðmætum eignum. Lítið sem ekkert er fjallað um Íslendinga í umfjöllun E24 en að sögn miðilsins má á listanum meðal annars finna glæpamenn með tengsl við Noreg og fólk á flótta undan réttvísinni. Lítill hluti Norðmanna og Dana gefur eignir upp til skatts Finna má minnst 229 eignir sem skráðar eru á einstaklinga með skattalega heimilisfesti í Noregi í gögnunum. Að sögn E24 er fjöldi einstaklinga á listanum sem sakaðir hafa verið um glæpi í heimalandi sínu og í einhverjum tilvikum hafi lögregla ekki getað leitt fólkið fyrir dóm á meðan það er í Dúbaí. Þá megi finna þar einstaklinga sem hafi verið tengdir við fíkniefnasmygl, efnahagsbrot, spillingu og aðra sem hafi sætt efnahagsþvingunum stjórnvalda. Rannsókn E24 bendir til þess að 48 eignir í Dúbaí séu í eigu einstaklinga með norskan bakgrunn sem hafi verið sakfelldir eða séu eftirlýstir. Jafnframt hefur greining E24 leitt í ljós að einungis brot af þeim Norðmönnum og Dönum sem birtast í gögnunum hafi gefið eignir sínar í Dúbaí upp til skatts í heimalandinu. Óhætt er að segja að Dúbaí sé staður háhýsanna.Getty/Frantic00 Indverjar með flestar eignir Indverjar koma oftast fyrir í gögnunum og eru skráðir fyrir alls 68.759 eignum. Næst koma Bretar með 40.129 eignir, Pakistanar með 38.907 og Sádi-Arabar með 23.725. Samkvæmt gögnunum eiga yfir hundrað rússneskir ráðamenn, ólígarkar nákomnir stjórnvöldum í Rússlandi og aðilar sem tilheyra þarlendri valdastétt eignir í Dúbaí. Gögnin eru frá árinu 2020 og voru afhent E24 af bandarísku rannsóknarstofnuninni Center for Advanced Defense Studies. Hefur norski miðilinn unnið úr gögnunum í samstarfi við yfir tuttugu aðra fjölmiðla um víðan heim. Pakkinn inniheldur upplýsingar um yfir 800 þúsund fasteignir í Dúbaí í eigu 274 þúsund einstaklinga, fyrirtækja og annarra aðila, skráð í alls 197 ríkjum og landsvæðum. Hópur norskra fræðimanna hefur rannsakað gögnin og meðal annars lagt mat á virði eignanna.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Fasteignamarkaður Íslendingar erlendis Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira