Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 15:09 Meta, móðurfélag Facebook, og forstjórinn Mark Zuckerberg hafa verið undir smásjá bandarískra þingnefnda og samkeppnisyfirvalda. EPA Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga. Að sögn Facebook var markmiðið einungis að loka á fréttasíður og aðrar teknar niður fyrir mistök. Ný gögn og framburður uppljóstrara eru nú sögð benda til að um hafi verið að ræða viljaverk til að auka þrýsting á áströlsk stjórnvöld. Talsmaður Facebook hafnar ásökununum. Fram kemur í umfjöllun The Wall Street Journal að Facebook sé sakað um að hafa meðvitað kastað of víðu neti og notast við hroðvirknislega aðferð til að taka niður síður með þeim afleiðingum að fjöldi ástralskra ríkis- og heilbrigðisstofnana hurfu af samfélagsmiðlinum um það leyti sem þarlend stjórnvöld hófu bólusetningarátak gegn Covid-19. Starfsmenn reyndu að vara við afleiðingunum Gögnin og framburðurinn sem bandarísk og áströlsk yfirvöld hafa undir höndum eru sögð sýna að markmiðið hafi verið að styrkja samningsstöðu Facebook gagnvart ástralska þinginu sem var í þann mund að greiða atkvæði um fyrstu löggjöfina í heiminum sem myndi neyða samfélagsmiðla á borð við Facebook og leitarvélar á borð við Google til að greiða fyrir dreifingu og birtingu fréttaefnis. Að sögn The Wall Street Journal benda gögnin til að þrátt fyrir fullyrðingar um að sjónum væri einungis beint að fréttamiðlum hafi Facebook notast við algóritma til að ákveða hvaða síður yrðu teknar niður, vitandi að hann myndi ekki einungis hafa áhrif á fjölmiðla. Stjórnendur Facebook-síðanna voru ekki varaðir við því að lokað yrði fyrir aðgang að þeim og Facebook veitti þeim ekki tækifæri til að áfrýja ákvörðuninni. Gögnin sýna einnig að starfsmenn Facebook hafi reynt að vara við afleiðingunum og leggja til aðrar lausnir en þær umleitanir hafi fengið lítil eða sein viðbrögð frá stjórnendum. Fram kemur í frétt The Wall Street Journal að fimm dögum eftir að aðgerðir Facebook hófust hafi ástralska þingið gert umtalsverðar breytingar á lagafrumvarpinu sem leiddu meðal annars til þess að Facebook hefur ekki enn þurft að undirgangast mest íþyngjandi hluta löggjafarinnar, ári eftir að hún var samþykkt af þinginu. Voru sátt með niðurstöðuna „Við lentum nákvæmlega þar sem vildum,“ skrifaði Campell Brown, stjórnandi hjá Facebook, í tölvupósti sem hún sendi teymi sínu nokkrum mínútum eftir að ástralska öldungadeildin samþykkti útvatnað lagafrumvarpið í lok febrúar 2021. Mark Zuckerberg, forstjóri móðurfélags Facebook, og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, fögnuðu sömuleiðis niðurstöðunni. Sandberg hrósaði teyminu sérstaklega fyrir útfærslu aðgerðanna og Zuckerberg sagði þau með þessu sennilega náð fram bestu mögulegu niðurstöðu í málinu. Facebook hafnar því alfarið í yfirlýsingu til The Wall Street Journal að um hafi verið að ræða samningaaðferð. Andy Stone, talsmaður Facebook, segir gögnin þvert á móti sýna að fyrirtækið hafi viljað undanskilja síður ástralska stofnana. „Þegar við náðum því ekki vegna tæknilegra örðugleika báðumst við afsökunar og unnum að því að leiðrétta þetta. Allar ásakanir um hið gagnstæða eru gersamlega rangar.“ Facebook Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54 Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Google hótar að loka á leitarvél sína í Ástralíu Tæknirisinn Google segir að ef stjórnvöld í Ástralíu haldi því til streitu að rukka Google og Facebook sérstaklega fyrir það þegar fréttum er deilt á síðunum, muni Google einfaldlega hætta starfsemi í Ástralíu og loka á síðuna í landinu. 22. janúar 2021 07:58 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Að sögn Facebook var markmiðið einungis að loka á fréttasíður og aðrar teknar niður fyrir mistök. Ný gögn og framburður uppljóstrara eru nú sögð benda til að um hafi verið að ræða viljaverk til að auka þrýsting á áströlsk stjórnvöld. Talsmaður Facebook hafnar ásökununum. Fram kemur í umfjöllun The Wall Street Journal að Facebook sé sakað um að hafa meðvitað kastað of víðu neti og notast við hroðvirknislega aðferð til að taka niður síður með þeim afleiðingum að fjöldi ástralskra ríkis- og heilbrigðisstofnana hurfu af samfélagsmiðlinum um það leyti sem þarlend stjórnvöld hófu bólusetningarátak gegn Covid-19. Starfsmenn reyndu að vara við afleiðingunum Gögnin og framburðurinn sem bandarísk og áströlsk yfirvöld hafa undir höndum eru sögð sýna að markmiðið hafi verið að styrkja samningsstöðu Facebook gagnvart ástralska þinginu sem var í þann mund að greiða atkvæði um fyrstu löggjöfina í heiminum sem myndi neyða samfélagsmiðla á borð við Facebook og leitarvélar á borð við Google til að greiða fyrir dreifingu og birtingu fréttaefnis. Að sögn The Wall Street Journal benda gögnin til að þrátt fyrir fullyrðingar um að sjónum væri einungis beint að fréttamiðlum hafi Facebook notast við algóritma til að ákveða hvaða síður yrðu teknar niður, vitandi að hann myndi ekki einungis hafa áhrif á fjölmiðla. Stjórnendur Facebook-síðanna voru ekki varaðir við því að lokað yrði fyrir aðgang að þeim og Facebook veitti þeim ekki tækifæri til að áfrýja ákvörðuninni. Gögnin sýna einnig að starfsmenn Facebook hafi reynt að vara við afleiðingunum og leggja til aðrar lausnir en þær umleitanir hafi fengið lítil eða sein viðbrögð frá stjórnendum. Fram kemur í frétt The Wall Street Journal að fimm dögum eftir að aðgerðir Facebook hófust hafi ástralska þingið gert umtalsverðar breytingar á lagafrumvarpinu sem leiddu meðal annars til þess að Facebook hefur ekki enn þurft að undirgangast mest íþyngjandi hluta löggjafarinnar, ári eftir að hún var samþykkt af þinginu. Voru sátt með niðurstöðuna „Við lentum nákvæmlega þar sem vildum,“ skrifaði Campell Brown, stjórnandi hjá Facebook, í tölvupósti sem hún sendi teymi sínu nokkrum mínútum eftir að ástralska öldungadeildin samþykkti útvatnað lagafrumvarpið í lok febrúar 2021. Mark Zuckerberg, forstjóri móðurfélags Facebook, og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, fögnuðu sömuleiðis niðurstöðunni. Sandberg hrósaði teyminu sérstaklega fyrir útfærslu aðgerðanna og Zuckerberg sagði þau með þessu sennilega náð fram bestu mögulegu niðurstöðu í málinu. Facebook hafnar því alfarið í yfirlýsingu til The Wall Street Journal að um hafi verið að ræða samningaaðferð. Andy Stone, talsmaður Facebook, segir gögnin þvert á móti sýna að fyrirtækið hafi viljað undanskilja síður ástralska stofnana. „Þegar við náðum því ekki vegna tæknilegra örðugleika báðumst við afsökunar og unnum að því að leiðrétta þetta. Allar ásakanir um hið gagnstæða eru gersamlega rangar.“
Facebook Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54 Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Google hótar að loka á leitarvél sína í Ástralíu Tæknirisinn Google segir að ef stjórnvöld í Ástralíu haldi því til streitu að rukka Google og Facebook sérstaklega fyrir það þegar fréttum er deilt á síðunum, muni Google einfaldlega hætta starfsemi í Ástralíu og loka á síðuna í landinu. 22. janúar 2021 07:58 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04
Google hótar að loka á leitarvél sína í Ástralíu Tæknirisinn Google segir að ef stjórnvöld í Ástralíu haldi því til streitu að rukka Google og Facebook sérstaklega fyrir það þegar fréttum er deilt á síðunum, muni Google einfaldlega hætta starfsemi í Ástralíu og loka á síðuna í landinu. 22. janúar 2021 07:58