Nýtt skipulag vegna samfélagsraskana í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. maí 2022 14:04 Fundurinn fór fram í húsnæði Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í gagnið nýtt skipulag vegna samfélagsraskana, sem gætu orðið, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóði í Ölfusá, stórra bruna eða hryðjuverkaárásar. Í vikunni kynnti almannavarnaráðs Árborgar nýtt almannavarnarskipulag vegna ýmissa samfélagsraskana, sem gætu orðið í sveitarfélaginu en bæjarstjórn samþykkti nýja skipulagið nýlega á fundi sínum. Víðir Reynisson fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurlandi stýrði vinnunni í upphafi en síðast tók Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur við keflinu en hún þekkir málefni almannavarna mjög vel. Helgi Haraldsson, forseti bæjarstjórnar er hins vegar formaður Almannavarnarráðs Árborgar. „Þetta er tilbúið, þessi vinna er klár og fram undan er að setja upp með starfsfólkinu æfingar og láta þetta fúnkera. Við erum rosalega stolt af þessari vinnu og þessari afurð, sem við erum komin með. Það gefur auga leið að hvert sveitarfélag þarf að vera tilbúið ef eitthvað gerist með sín viðbrögð, það hiksti ekkert,“ segir Helgi og bætir við. Helgi Haraldsson, formaður almannavarnarráðs Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við munum núna opna innri vef fyrir starfsfólk og bæjarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem þetta er kynnt hvað hver á að gera. Og við munum svo vinna úr þessu hnapp eða upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúarnir geta farið inn og séð þetta skipulag.“ Hluti af þeim gestum, sem sótti fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ógnir erum við helst að tala um hvað Árborg varðar? Sólveig er með það á hreinu. „Það eru flóðin, við búum nálægt eldfjöllum og svo eru hlutir, sem engum datt í hug fyrr en það gerðist, eins og heimsfaraldur. Svo getur maður kannski farið út í þar sem maður vill helst ekki hugsa um en þarf að hugsa um. Það eru einhverjar árásir, hryðjuverkaárásir eða slíkt. Þá er ágætt að vera undirbúin, þannig að það er svona eitt og annað. Þetta er eins og hvert annað tryggingamál, maður þarf að hafa sínar tryggingar í lagi,“ segir Dr. Sólveig. Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir fór vel yfir nýja skipulagið og svaraði fyrirspurnum um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Almannavarnir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Í vikunni kynnti almannavarnaráðs Árborgar nýtt almannavarnarskipulag vegna ýmissa samfélagsraskana, sem gætu orðið í sveitarfélaginu en bæjarstjórn samþykkti nýja skipulagið nýlega á fundi sínum. Víðir Reynisson fyrir hönd lögreglustjórans á Suðurlandi stýrði vinnunni í upphafi en síðast tók Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur við keflinu en hún þekkir málefni almannavarna mjög vel. Helgi Haraldsson, forseti bæjarstjórnar er hins vegar formaður Almannavarnarráðs Árborgar. „Þetta er tilbúið, þessi vinna er klár og fram undan er að setja upp með starfsfólkinu æfingar og láta þetta fúnkera. Við erum rosalega stolt af þessari vinnu og þessari afurð, sem við erum komin með. Það gefur auga leið að hvert sveitarfélag þarf að vera tilbúið ef eitthvað gerist með sín viðbrögð, það hiksti ekkert,“ segir Helgi og bætir við. Helgi Haraldsson, formaður almannavarnarráðs Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við munum núna opna innri vef fyrir starfsfólk og bæjarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem þetta er kynnt hvað hver á að gera. Og við munum svo vinna úr þessu hnapp eða upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem íbúarnir geta farið inn og séð þetta skipulag.“ Hluti af þeim gestum, sem sótti fundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ógnir erum við helst að tala um hvað Árborg varðar? Sólveig er með það á hreinu. „Það eru flóðin, við búum nálægt eldfjöllum og svo eru hlutir, sem engum datt í hug fyrr en það gerðist, eins og heimsfaraldur. Svo getur maður kannski farið út í þar sem maður vill helst ekki hugsa um en þarf að hugsa um. Það eru einhverjar árásir, hryðjuverkaárásir eða slíkt. Þá er ágætt að vera undirbúin, þannig að það er svona eitt og annað. Þetta er eins og hvert annað tryggingamál, maður þarf að hafa sínar tryggingar í lagi,“ segir Dr. Sólveig. Dr. Sólveig Þorvaldsdóttir fór vel yfir nýja skipulagið og svaraði fyrirspurnum um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Almannavarnir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira