Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 12:03 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið munu styðja við Flensborgarskólann við að greiða úr deilum innan skólans vegna skipunar nýs skólameistara, Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur. Vísir/Vilhelm - Stjórnarráðið Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Frá því að tilkynnt var á miðvikudag að Erla Sigríður Ragnarsdóttir, þá settur skólameistari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, hefði hlotið eiginlega skipun í embættið, hefur verið fjallað um mikla óánægju hluta nemenda með skipunina. Á áttunda tug nemenda mætti ekki í skólann í mótmælaskyni og foreldrafundir voru haldnir. Í gær steig síðan nemandi skólans fram í viðtali við Ríkisútvarpið, þar sem hann lýsti því að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás fimm samnemenda sinna í Hagkaup í Garðabæ í vetur. Eftir árásina hefur hann þurft að hitta árásarmennina, sem enn eru nemendur skólans. Skólastjórnin hafi ekkert aðhafst. Fullyrt er að ofbeldi sé leyft að viðgangast innan skólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sé meðvitað um stöðuna og að farið verði yfir málið. Ráðuneytið sé þó ekki með öll ítarleg gögn á borðinu. Hvernig horfir þetta við ykkur, takið þið þetta alvarlega? „Skólarnir eru allir sjálfstæðir og hafa tæki og tól til að vinna úr sínum málum. Við lítum bara svo á að það sé mikilvægt að bakka skólann upp og hlusta og það er það sem við gerum. Það eru allir velkomnir að tala við ráðherra og ráðuneytið um athugasemdir og síðan styðjum við skólann hverju sinni um aðstoð,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Nemendafélagið hefur sent ráðuneytinu eiginlegt erindi þar sem skipuninni er mótmælt. Kemur eitthvað til greina að breyta þessari skipun, eruð þið að skoða það? „Eins og ég segi, það er ekki á borðinu. Við munum bara setjast yfir þessi mál með skólameistaranum. Hún er skipuð og við leitum bara leiða til að styðja við skólann. Við erum með tugi skóla á okkar könnu. Það er það sem við gerum þegar upp koma mál, þá stöndum við með skólunum og aðstoðum þá við að greiða úr málum sem upp koma, alveg sama þótt það séu þessi mál eða einhver önnur,“ segir Ásmundur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Stjórnsýsla Hafnarfjörður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40 Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara. 7. maí 2022 14:40
Fár í Flensborg vegna nýskipaðs skólameistara Gríðarleg ólga er nú innan veggja Flensborgarskólans í Hafnarfirði en spjótin beinast að nýskipuðum skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Nemendur finna henni flest til foráttu og segja samstarf við hana afar erfitt. 6. maí 2022 15:58