Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2022 22:06 Halldór Sigfússon viðurkenndi að sínir menn hefðu ekki átt mikla möguleika gegn ógnarsterku liði Vals. vísir/hulda margrét Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. „Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira
„Við vorum með einhverja 6-7 tapaða bolta á tíu mínútum. Það var ótrúlegt og við köstuðum leiknum eiginlega frá okkur. Þeir voru fljótir að komast að komast sjö mörkum yfir og þetta endaði í níu mörkum. Við gerðum okkur erfitt fyrir,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Við erum í vandræðum. Einar [Sverrisson] er meiddur. Við reyndum að hafa hann kláran en það var ekki hægt. Gummi [Guðmundur Hólmar Helgason] var slæmur og það vantar í liðið. Árni Steinn [Steinþórsson] reyndi að komast í takt en þetta er kannski okkar saga í vetur. Við höfum aldrei verið með alla leikmennina og aldrei náð almennilegum takti.“ Þrátt fyrir að vera kominn í sumarfrí kveðst Halldór vera sáttur með sína menn og hverju þeir áorkuðu í vetur. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við komumst í undanúrslit í bikar og í undanúrslit í deildar. Það munaði ótrúlega litlu að við færum í bikarúrslit. En við vorum bara ekki nógu góðir á móti þessu Valsliði í þessu einvígi. Það verður að segjast eins og er,“ sagði Halldór. „Ég óska Valsmönnum til hamingju. Þetta er frábært lið og miðað við hvernig þeir eru að spila núna sé ég ekki hvaða lið á að stoppa þá.“ Selfoss var sjö mörkum undir í hálfleik, 19-12, og brekkan því orðin ansi brött. „Auðvitað er erfitt að vera sjö mörkum undir. Valsliðið gefur ekkert mörg færi á sér. En auðvitað vildum við berjast til síðasta manns og reyna að setja meiri pressu á þá fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Við komum með smá áhlaup, settum þetta niður í sex mörk og fengum dauðafæri til að minnka muninn í fimm mörk. Þá hefði kannski getað komið smá meðbyr með okkur,“ sagði Halldór. Eftir leik tvö kvartaði hann yfir að Valsmenn tækju ítrekað ólöglega miðju og hann hjó í sama knérum eftir leikinn í kvöld. „Ég verð að segja að mér þykir það mjög undarlegt að það skuli allt í einu vera hægt að dæma einhverjar sex ólöglegar miðjur í seinni hálfleik en bara ein í þeim fyrri þegar leikurinn er í járnum. En þegar hann var búinn fengu dómararnir allt í einu sens fyrir að róa leikinn. Því það eru ótrúlega margar miðjur kolólöglegar,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Valur Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ísrael | Leikið í skugga deilna Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Sjá meira