Tíu mánaða skilorð fyrir heimilisofbeldi og fyrir að bíta í læri lögreglumanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 13:17 Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að skalla lögreglumann tvisvar í andlit og bíta hann tvisvar í lærið. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, umferðarlagabrot, ofbeldi í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Maðurinn er þar að auki sviptur ökurétti í tvö og hálft ár og til að greiða 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra 5. maí síðastliðinn. Öll brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir voru framin föstudagskvöldið 25. september 2020 en maðurinn var ákærður og sakfelldur í þremur liðum. Fyrir það fyrsta var maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa tvívegis skallað lögreglumann í andlit og bitið tvívegis í vinstra læri hans, þegar lögreglumaðurinn var við skyldustörf fyrir utan Olís-verslun. Lögreglumaðurinn hlaut fyrir vikið fimm sentímetra mar vinstra megin á nefi, þriggja sentímetra mar á höku, mar á innanverðum kinnum, mar og tvær punktblæðingar á innanverðri neðri vör og tvö línuleg sár á vinstra læri eftir bitin. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa hótað öðrum lögreglumanni lífláti fyrir utan Olís-verslunina og fyrir að hafa hótað þriðja lögreglumanninum tvívegis lífláti á lögreglustöðinni á Akureyri. Maðurinn var auk þess sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið undir áhrifum áfengis að Olís-versluninni. Í blóði mældist vínandamagn 1,75 prómíl. Maðurinn iðrist brotanna og hafi snúið lífinu við Þá var maðurinn sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á heimili sínu veist með ofbeldi að sambýliskonu sinni og barnsmóður, í viðurvist sonar þeirra og stjúpsonar mannsins. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi tekið sambýliskonu sína hálstaki, veitt henni ítrekuð högg í höfuð, slegið höfði hennar í vegg og hrint henni. Þessi aðför hafi haft þær afleiðingar að hún hlaut rispur og yfirborðsáverka á hálsi, heilahristing og hrufl á hægri fótlegg. Maðurinn játaði sök fyrir dómi í öllum ákæruliðum. Fram kemur að fyrir dómi hafi maðurinn sýnt iðrun og sagst hafa verið illa áttaður og í miklu uppnámi þetta kvöld vegna álags sem á honum hafi hvílt vegna vinnu fjarri heimili, fjárhagsáhyggja og áfengisneyslu. Hann hafi gert breytingar á lífi sínu í framhaldinu, fjárfest í húsnæði með eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, fengið fasta vinnu og ákveðið að láta áfengi alfarið eiga sig. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra 5. maí síðastliðinn. Öll brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir voru framin föstudagskvöldið 25. september 2020 en maðurinn var ákærður og sakfelldur í þremur liðum. Fyrir það fyrsta var maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa tvívegis skallað lögreglumann í andlit og bitið tvívegis í vinstra læri hans, þegar lögreglumaðurinn var við skyldustörf fyrir utan Olís-verslun. Lögreglumaðurinn hlaut fyrir vikið fimm sentímetra mar vinstra megin á nefi, þriggja sentímetra mar á höku, mar á innanverðum kinnum, mar og tvær punktblæðingar á innanverðri neðri vör og tvö línuleg sár á vinstra læri eftir bitin. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa hótað öðrum lögreglumanni lífláti fyrir utan Olís-verslunina og fyrir að hafa hótað þriðja lögreglumanninum tvívegis lífláti á lögreglustöðinni á Akureyri. Maðurinn var auk þess sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið undir áhrifum áfengis að Olís-versluninni. Í blóði mældist vínandamagn 1,75 prómíl. Maðurinn iðrist brotanna og hafi snúið lífinu við Þá var maðurinn sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á heimili sínu veist með ofbeldi að sambýliskonu sinni og barnsmóður, í viðurvist sonar þeirra og stjúpsonar mannsins. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi tekið sambýliskonu sína hálstaki, veitt henni ítrekuð högg í höfuð, slegið höfði hennar í vegg og hrint henni. Þessi aðför hafi haft þær afleiðingar að hún hlaut rispur og yfirborðsáverka á hálsi, heilahristing og hrufl á hægri fótlegg. Maðurinn játaði sök fyrir dómi í öllum ákæruliðum. Fram kemur að fyrir dómi hafi maðurinn sýnt iðrun og sagst hafa verið illa áttaður og í miklu uppnámi þetta kvöld vegna álags sem á honum hafi hvílt vegna vinnu fjarri heimili, fjárhagsáhyggja og áfengisneyslu. Hann hafi gert breytingar á lífi sínu í framhaldinu, fjárfest í húsnæði með eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, fengið fasta vinnu og ákveðið að láta áfengi alfarið eiga sig.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira