Átján þjóðir öttu kappi á seinna undanúrslitakvöldinu. Ísland tryggði sér sæti í úrslitum með frábærri frammistöðu Systra á þriðjudaginn og voru þá á meðal tíu þjóða sem tryggðu sig áfram. Í kvöld bættust tíu þjóðir við.
Belgía, Tékkland, Aserbaídsjan, Pólland, Finnland, Eistland, Ástralía, Svíþjóð, Rúmenía og Serbía komust áfram í kvöld og keppa því á laugardag.
Atkvæði áhorfenda giltu til helmings á móti stigagjöf dómnefnda í hverju þátttökuríki og munu nánari upplýsingar verða veittar um stigagjöfina á næstu dögum.
And here are the 10 qualifiers from tonight's show! #Eurovision #ESC2022 pic.twitter.com/ynNPfwB6CL
— Eurovision Song Contest (@Eurovision) May 12, 2022
Systrum er ekki spáð neitt sérstöku gengi hjá veðbönkum í úrslitunum á laugardaginn. Reyndar voru ekki margir sem spáðu þeim áfram upp úr undankeppninni og vonandi halda þær áfram að koma á óvart.
Auk þeirra tuttugu þjóða sem tryggðu sér sæti í úrslitum í gegnum undankeppni bætast Þýskaland, Ítalía, Bretland, Frakkland og Spánn við í hópinn á laugardag þar sem þessar þjóðir eiga alltaf fast sæti í úrslitunum.
Blaðamannafundur hefst klukkan 21:30 þar sem keppendur sem komust áfram í kvöld sitja fyrir svörum. Hægt verður að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan.