Blóðmerabóndi gefst upp á barningnum Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2022 10:59 Sigríður Jónsdóttir hefur lagt niður vopnin. vísir/magnús hlynur Sigríður Jónsdóttir bóndi í Arnarholti hefur lýst því yfir að hún ætli að hætta blóðmerahaldi. Hún sakar fyrirtækið Ísteka efh. um fantaskap í samningum. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn. Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ekkert skíðafæri í Bláfjöllum um páskana Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sjá meira
Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í gær en þar má lesa viðtal við Sigríði en hún hefur farið fyrir í hagsmunagæslu fyrir hrossabændur og setið í samninganefnd bænda við Ísteka, sem kaupir blóð af bændum. Segir Ísteka óbilgjarna í viðskiptum Sigríður segir verðið sem Ísteka býður svo snautlegt að það borgi með naumindum útlagðan kostnað fyrir merarnar. Bændur fái ekkert upp í fastan kostnað og engin laun. Hún segir jafnframt að þungbært sé að fella hrossin sem hún heldur en ekki sé um annað að ræða. Blóðmerahald hefur mjög verið til umfjöllunar að undanförnu vegna dýraverndunarsjónarmiða að undanförnu, eftir að svissnesku dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation sýndi harkalega blóðtöku úr fylfullum hryssum á Íslandi. Það er þó ekki þetta sem veldur því að Sigríður er að gefast upp á blóðmerarhaldi heldur fyrirtækið sem kaupir blóð af bændum til framleiðslu á frjóemislyfjum, einkum fyrir svínarækt erlendis. Ísteka heldur sjálft hross til framleiðslu á blóði. Bændur í sárum með heiður og fjárhag í rúst „Ég hef lagt niður vopnin. Ef ég berðist áfram fyrir framtíð blóðmerabúskap á Íslandi væri ég að berjast fyrir Ísteka,“ segir Sigríður í samtali við Bændablaðið. Hún vandar Ísteka ekki kveðjurnar, segir fyrirtækið hafa ákveðið að bændur fái minna en ekkert í sinn hlut og ætli sér að halda áfram að „féfletta stóðbændur“. Meðan það hafi rakað til sín „gríðarlegum gróða“ í sinni tuttugu ára sögu. Að sögn Sigríðar fengu einn eða tveir einstaklingar starfsemina á silfurfati frá ríkinu, vel heppnuð einkavinavæðing af íslenskum hætti. Afleiðingarnar séu grátlegar: „Bændur sitja eftir í sárum. Heiður þeirra og fjárhagur er í rúst og ekkert fram undan annað en hrun.“ Sigríður segir téða einstaklinga vellauðuga og láti það ekki trufla sig þó Samkeppniseftirlitið sé á tröppum þeirra heldur bæti enn „í fólskuleg samkeppnisbrot gegn bændum.“ Ljóst má vera að Sigríður ber þungan hug til Ísteka og skorar á Samkeppniseftirlitið og skattstjóra að skoða starfsemina í kjölinn.
Blóðmerahald Landbúnaður Dýr Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ekkert skíðafæri í Bláfjöllum um páskana Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sjá meira