Á kjörskrá í Hveragerði eru 2.284. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.
Sjálftæðisflokkurinn hlaut fjóra fulltrúa í síðustu kosningum og hefur því setið einn í meirihluta.
Nú er tapar flokkurinn aftur á móti tveimur fulltrúum og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri og formaður Sambands sveitafélaga, náði ekki inn.
Svona skiptast atkvæðin:
- B-listi Framsóknar: 28,0% með tvo fulltrúa, bætir við sig einum.
- D-listi Sjálfstæðisflokks: 32,6% með tvo fulltrúa, tapar tveimur
- O-listi: 39,4% með þrjá fulltrúa og bætir við sig einum
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (B)
- Halldór Benjamín Hreinsson (B)
- Friðrik Sigurbjörnsson (D)
- Alda Pálsdóttir (D)
- Sandra Sigurðardóttir (O)
- Njörður Sigurðsson (O)
- Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir (O)
