Kia EV6 er rafbíll ársins hjá Autocar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. maí 2022 07:00 Kia EV6, rafbíllinn frá Kia. Kia EV6 var valinn rafbíll ársins 2022 hjá bílamiðlinum Autocar. Þetta er enn ein rósin í hnappagat EV6 sem hefur sankað að sér verðlaunum síðan bíllinn kom á markað á síðasta ári. Hann var til að mynda valinn Bíll ársins í Evrópu 2022 fyrir skemmstu. EV6 er einn af 14 nýjum EV rafbílum Kia sem fyrirtækið hyggst setja á markað fyrir árið 2027. Kia EV6 hefur allt að 528 km drægi á rafhlöðunni og getur hlaðið 10-80% á aðeins 18 mínútum. Hvort tveggja er með því besta sem þekkist í rafbílaheiminum. Autocar, sem er elsta bílatímarit heims, sæmdi einnig Peter Schreyer, forstjóra hjá Kia Motors og yfirhönnuð hjá fyrirtækinu, sérstökum heiðursverðlaunum „Lifetime Achievement Award“ fyrir áratuga starf í þágu bílaiðnaðarins. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin 17 ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Þýski bílahönnuðurinn þykir hafa náð afburða árangur í hönnun í bílaiðnaðinum og hefur m.a. hlotið Gullna stýrið á vegum þýsku bílaritinna Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin sem þykja mjög eftirsótt. „Ég er mjög stoltur að hljóta þessi mikilvægu verðlaun. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig persónulega en einnig hönnunarteymi Kia um heim allan sem hafa skilað frábærri vinnu,“ segir Schreyer en hann er einungis annar hönnuðurinn sem hlýtur Gullna stýrið frá upphafi en Giogdetto Giugiaro hlaut verðlaunin árið 1995. Peter Schreyer var ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors árið 2012 og fyrsti og eini Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár og hefur sala á bílum fyrirtækisins margfaldast. Vistvænir bílar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
EV6 er einn af 14 nýjum EV rafbílum Kia sem fyrirtækið hyggst setja á markað fyrir árið 2027. Kia EV6 hefur allt að 528 km drægi á rafhlöðunni og getur hlaðið 10-80% á aðeins 18 mínútum. Hvort tveggja er með því besta sem þekkist í rafbílaheiminum. Autocar, sem er elsta bílatímarit heims, sæmdi einnig Peter Schreyer, forstjóra hjá Kia Motors og yfirhönnuð hjá fyrirtækinu, sérstökum heiðursverðlaunum „Lifetime Achievement Award“ fyrir áratuga starf í þágu bílaiðnaðarins. Schreyer hefur starfað sem yfirhönnuður Kia undanfarin 17 ár og átt stærstan þátt í mikilli velgengni Kia bíla á hönnunarsviðinu. Þýski bílahönnuðurinn þykir hafa náð afburða árangur í hönnun í bílaiðnaðinum og hefur m.a. hlotið Gullna stýrið á vegum þýsku bílaritinna Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin sem þykja mjög eftirsótt. „Ég er mjög stoltur að hljóta þessi mikilvægu verðlaun. Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig persónulega en einnig hönnunarteymi Kia um heim allan sem hafa skilað frábærri vinnu,“ segir Schreyer en hann er einungis annar hönnuðurinn sem hlýtur Gullna stýrið frá upphafi en Giogdetto Giugiaro hlaut verðlaunin árið 1995. Peter Schreyer var ráðinn sem einn af forstjórum Kia Motors árið 2012 og fyrsti og eini Evrópubúinn sem gegnir starfinu. Hann var áður hönnuður hjá þýsku bílaframleiðendunum Audi og Volkswagen og hannaði m.a. endurnýjuðu VW Bjölluna og Audi TT sportbílinn. Kia Motors hefur átt mikilli velgengni að fagna undanfarin ár og hefur sala á bílum fyrirtækisins margfaldast.
Vistvænir bílar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent