Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 02:40 Dagur átti von á betri fyrstu tölum í borginni en segir að nóttin sé enn ung. vÍSIR Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur. Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þrátt fyrir að flokkurinn hafi misst tvo fulltrúa miðað við þær sé Samfylkingin samt sem áður leiðandi afl í borginni. Það sé ekki úrslitaatriði að hann verði áfram borgarstjóri ef þau þurfi að mynda nýjan meirihluta. „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum sé það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Gefur ekki upp hvort leitað yrði til Framsóknar eða Sósíalista Dagur segir að fyrstu tölur í Reykjavík séu ekki eins góðar og flokkurinn hafi búist við. Það eigi þó eftir að koma í ljós hvernig nóttin muni þróast. Ljóst sé að flóknari staða sé uppi ef meirihlutinn heldur ekki velli. „Ef við gefum okkur að þetta verði niðurstaðan þá geri ég ráð fyrir að við munum gefa okkur tíma til að setjast aðeins yfir það,“ sagði Dagur í samtali við Snorra Másson fréttamann. Honum hafi fundist kosningarnar snúast að stærstu leyti um framtíðina í samgöngum og skipulagsmálum. Honum þyki niðurstaðan skýr og afdráttarlaus. Sósíalistar, viltu vinna með þeim? „Það hefur kannski verið svolítið lengra á milli þar en ég vil nota tækifæri og óska þeim og Pírötum og auðvitað Framsóknarflokknum til hamingju með þessa niðurstöðu,“ segir Dagur en þeir flokkar hafa bætt við sig borgarfulltrúum miðað við fyrstu tölur. Dagur segir mikilvægt að sjá fyrst hver endanlega niðurstaða verði og taka svo samtölin eftir það. Fulltrúar núverandi samstarfsflokka byrji eflaust á því að tala fyrsta saman áður en rætt verði við aðra flokka. „Það er ljóst að ef við erum ekki ein og sér með meirihluta þá þurfum við að tala við fleiri.“ Hann vildi ekki svara því hvort Samfylkingin myndi fyrst leita til Sósíalistaflokksins eða Framsóknar til að mynda nýjan meirihluta. Má Einar verða borgarstjóri fyrir þér ef þið verðið í meirihluta saman? „Við vitum allavega hvað borgarbúar vildu helst. Þriðjungur borgarbúa kölluðu eftir því að ég yrði áfram borgarstjóri. Ég hef hins vegar sagt að einstaka stöður og annað er ekki úrslitaatriði í mínum huga, það verður bara ná breiðri sátt í þeim meirihluta sem myndaður er um hvernig verkum er skipt,“ segir Dagur.
Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira