Opin fyrir samstarfi með Framsóknarflokknum Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 03:16 Það var bjart yfir Dóru á kosningavöku Pírata á Miami eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni. „Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík. Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík.
Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira