Í Flóahrepp hlaut T-listinn 129 atkvæði og þar með 33,6 prósent atkvæða. Fylgið skilaði tveimur mönnum inn í bæjarstjórn en Sigurjón Andrésson og Elín Höskuldsdóttir skipuðu efstu tvö sæti listans.
38 af þeim sem kusu T-listann strikuðu þó yfir nafn Elínar eða 29,5 prósent fylgjenda. Með því ýtist Elín niður listann og þarf hún að sætta sig við það að vera varafulltrúi. Þetta kemur fram í greinargerð á vef Flóahrepps. Í staðinn fyrir Elínu mun Harpa Magnúsdóttir taka sæti í sveitarstjórn.
I-listinn hlaut 255 atkvæði í kosningunum eða 66,4 prósent greiddra atkvæða og fá þrjá fulltrúa í sveitarstjórn. Árni Eiríksson, oddviti þeirra, fékk sjö útstrikanir og ellefu sinnum var strikað yfir nafn Huldu Kristjánsdóttur í öðru sæti listans.