Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Heimir Már Pétursson og Snorri Másson skrifa 17. maí 2022 19:20 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hverjum þeir vilji vinna og hvaða kröfur þeir geri til embætta eins og embættis borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þegar endanleg úrslit lágu fyrir í borgarstjórnarkosningunum á aðfaranótt sunnudags voru níu möguleikar á myndun meirihluta í borginni að teknu tilliti til útilokunar Pírata og Sósíalistaflokksins á samstarfi við aðra flokka. Eftir að Vinstri græn sögðu sig síðan frá meirihlutaviðræðum og Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu bandalag í viðræðum flokka fækkaði raunhæfum möguleikum enn frekar. Þannig blasir við að fyrst verði látið reyna á viðræður Framsóknarflokksins við bandalag flokkanna þriggja. Ef þær ganga ekki upp gæti Viðreisn verið tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Framsókn og Flokk fólksins. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann ætlaði að ræða óformlega við oddvita allra hinna flokkanna áður en formlegar viðræður hæfust. Hann reiknaði ekki með miklum tíðindum í dag og á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ánægður með niðurstöður kosninganna. „Sum staðar eins og í Reykjavík voru menn að kalla eftir breytingum. Felldu meirihluta og það er eðlilegt að menn setjist yfir það. Annar staðar héldu meirihlutar en vægi til dæmis Framsóknar óx og ekkert óeðlilegt að menn setjist yfir það og ræði hvernig hægt er að finna út úr því,“ segir Sigurður Ingi. Hann vilji ekki lýsa því yfir að Framsóknarflokkurinn ætti að fá embætti borgarstjóra. „Ég vil bara að fólkið sem er í framboði á hverjum stað finni út úr því hvernig það kemur sínum stefnumálum best til áhrifa. Með borgarstjórastól eða bæjarstjórastólum eða öðrum embættum eða hvernig það kemur málefnunum best fyrir. Það er bara í höndum fólksins á hverjum stað,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokksins á hverjum stað séu best til þess fallnir að ákveða með hvaða öðrum flokkum verði farið í samstarf. Þannig að þú hefur engar skoðanir á meirihlutaviðræðum í borginni? „Ég hef kannski skoðanir á þeim en ég ræði það bara við Einar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Einar fundar einslega með öllum oddvitunum Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni. 17. maí 2022 13:17