Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2022 11:44 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Greint var frá því í eftir fund forsvarsmanna flokkanna fjögurra í gærkvöldi að svo mikill samhljómur hafi verið með áherslum fundarmanna í öllum helstu málum, að grundvöllur væri fyrir því að fara í formlegar meirihlutaviðræður. „Auðvitað þurfa allir að lúffa með eitthvað smá en það var afskaplega lítið sem var. Þetta lítur bara vel út,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Óákveðið er hvenær næsti fundur verður haldinn, en það verður að sögn Heimis Arnar á næstu dögum. Fulltrúar flokkanna hafi nú það verkefni að setja málefni niður á blað áður en fundað verður aftur. „Nú erum við með opin skjöl sem við erum að vinna í sameiginlega,“ segir Heimir Örn. Í tilkynningu sem flokkarnir fjóru sendu út í gær var vísað til þess að flokkarnir væru sammála um að leggja áherslu á „á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál“. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Samanlagt geta þessir flokkar myndað sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. Engin eiginlegur meirihluti hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin tvö ár þar sem allir flokkar mynduðu eins konar samstjórn í september 2020. Það fyrirkomulag tók við af meirihluta L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem verið hafði við völd frá árinu 2014. Í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum hlutu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo fulltrúa hvor, Miðflokkurinn og Samfylkingin einn hvor. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Greint var frá því í eftir fund forsvarsmanna flokkanna fjögurra í gærkvöldi að svo mikill samhljómur hafi verið með áherslum fundarmanna í öllum helstu málum, að grundvöllur væri fyrir því að fara í formlegar meirihlutaviðræður. „Auðvitað þurfa allir að lúffa með eitthvað smá en það var afskaplega lítið sem var. Þetta lítur bara vel út,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Óákveðið er hvenær næsti fundur verður haldinn, en það verður að sögn Heimis Arnar á næstu dögum. Fulltrúar flokkanna hafi nú það verkefni að setja málefni niður á blað áður en fundað verður aftur. „Nú erum við með opin skjöl sem við erum að vinna í sameiginlega,“ segir Heimir Örn. Í tilkynningu sem flokkarnir fjóru sendu út í gær var vísað til þess að flokkarnir væru sammála um að leggja áherslu á „á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál“. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Samanlagt geta þessir flokkar myndað sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. Engin eiginlegur meirihluti hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin tvö ár þar sem allir flokkar mynduðu eins konar samstjórn í september 2020. Það fyrirkomulag tók við af meirihluta L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem verið hafði við völd frá árinu 2014. Í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum hlutu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo fulltrúa hvor, Miðflokkurinn og Samfylkingin einn hvor.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54
Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58