Matvælastofnun brýnir fyrir ræktendum að fylgjast með kartöflugörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. maí 2022 10:40 Svartir blettir á blöðum eru meðal einkenna kartöflumyglu. Wikimedia Commons/Howard F. Schwartz Matvælastofnun segir nokkra hættu á kartöflumyglusmiti í sumar, útfrá sýktu útsæði frá því í fyrra en þá kom sjúkdómurinn upp á Suðurlandi. Stofnunin segir brýnt að áhugaræktendur og almenningur fylgist vel með kartöflugörðum sínum í sumar. Á vef MAST segir að kartöflumygla af völdum sveppsins Phytophtora infestans sé vel þekktur sjúkdómur á heimsvísu en Ísland hafi að mestu verið laust við faraldra síðustu áratugi. Í fyrra kom sjúkdómurinn hins vegar upp á Suðurlandi, þar sem mest bar á myglunni í Þykkvabæ og á nærliggjandi svæðum. „Rannsóknir á sýnum úr smituðum görðum af þessu svæði benda til þess að smit hafi borist til landsins með innfluttu útsæði eða matarkartöflum frá Danmörku, þar sem um var að ræða sama stofn (EU41 A2) er hefur náð mikilli útbreiðslu undanfarin ár í norðanverðri Evrópu,“ segir á vef MAST. Erfitt að meta hvort útsæði beri með sér smit Í sumar sé því hætta á smiti frá sýktu útsæði frá því í fyrra en einnig geti ný gró dreift sér með vindum ef mygla kemur upp. Kartöflubændur, í samvinnu við ráðgjafa í garðyrkju, muni vinna að því að lágmarka áhættu á dreifingu og uppkomu smita með auknu eftirlit og notkun varnarefna. Veðurfar muni ráða miklu um það hvort sjúkdómurinn nær sér á strik en hættan á útbreiðslu aukist með hlýju og röku veðri. „Brýnt er fyrir áhugaræktendum og almenningi að fylgjast vel með kartöflugörðum sínum í sumar. Samkvæmt ráðleggingum er best að setja ekki niður smitað útsæði í heimilisgarða, en erfitt getur þó verið að meta hvort útsæði beri með sér smit. Mjög mikilvægt er að almenningur taki strax upp plöntur sem sýna einkenni smits og fargi þeim,“ segir Matvælastofnun. Kartöflumygla Einkenni kartöflumyglu: Svartir blettir á blaðendum og stönglum en að lokum falla grösin alveg. Förgun: Sýktum kartöflum og grösum á að farga strax, til dæmis í svörtum ruslapokum. Ekki setja sýkta úrganginn með öðru lífrænum afgöngum. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Á vef MAST segir að kartöflumygla af völdum sveppsins Phytophtora infestans sé vel þekktur sjúkdómur á heimsvísu en Ísland hafi að mestu verið laust við faraldra síðustu áratugi. Í fyrra kom sjúkdómurinn hins vegar upp á Suðurlandi, þar sem mest bar á myglunni í Þykkvabæ og á nærliggjandi svæðum. „Rannsóknir á sýnum úr smituðum görðum af þessu svæði benda til þess að smit hafi borist til landsins með innfluttu útsæði eða matarkartöflum frá Danmörku, þar sem um var að ræða sama stofn (EU41 A2) er hefur náð mikilli útbreiðslu undanfarin ár í norðanverðri Evrópu,“ segir á vef MAST. Erfitt að meta hvort útsæði beri með sér smit Í sumar sé því hætta á smiti frá sýktu útsæði frá því í fyrra en einnig geti ný gró dreift sér með vindum ef mygla kemur upp. Kartöflubændur, í samvinnu við ráðgjafa í garðyrkju, muni vinna að því að lágmarka áhættu á dreifingu og uppkomu smita með auknu eftirlit og notkun varnarefna. Veðurfar muni ráða miklu um það hvort sjúkdómurinn nær sér á strik en hættan á útbreiðslu aukist með hlýju og röku veðri. „Brýnt er fyrir áhugaræktendum og almenningi að fylgjast vel með kartöflugörðum sínum í sumar. Samkvæmt ráðleggingum er best að setja ekki niður smitað útsæði í heimilisgarða, en erfitt getur þó verið að meta hvort útsæði beri með sér smit. Mjög mikilvægt er að almenningur taki strax upp plöntur sem sýna einkenni smits og fargi þeim,“ segir Matvælastofnun. Kartöflumygla Einkenni kartöflumyglu: Svartir blettir á blaðendum og stönglum en að lokum falla grösin alveg. Förgun: Sýktum kartöflum og grösum á að farga strax, til dæmis í svörtum ruslapokum. Ekki setja sýkta úrganginn með öðru lífrænum afgöngum.
Kartöflumygla Einkenni kartöflumyglu: Svartir blettir á blaðendum og stönglum en að lokum falla grösin alveg. Förgun: Sýktum kartöflum og grösum á að farga strax, til dæmis í svörtum ruslapokum. Ekki setja sýkta úrganginn með öðru lífrænum afgöngum.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira