Hildur segir Sjálfstæðisflokk ekki stunda þvingunar- eða útilokunarpólitík Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 14:46 Hildur segist pollróleg vegna meirihlutaviðræðnanna í borginni. Og forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig ný borgarstjórn svari ákalli um breytingar. Vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, lætur sér hvergi bregða þó Samfylking, Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkur ræði um útfærslu á meirihluta í Reykjavík. „Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bilun í netsambandi Vodafone Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn setti sér þá vinnureglu, sem stærsti flokkurinn ekki síst, að tala við oddvita allra flokka. Við vorum reiðubúin í samtal við oddvita allra flokka um myndun meirihluta. Við litum líka svo á að það væri ein af niðurstöðum kosninganna að fólk væri að kalla á meiri sátt í stjórnmálunum og breiðari samvinnu á hinum pólitíska ás,“ segir Hildur. Vísir leitaði viðbragða Hildar við þeim tíðindum sem bárust í morgun að meirihlutaviðræður milli áðurnefndra flokka – BSPC – standi nú yfir. Hún segist alveg róleg vegna þessara nýjustu vendinga og að Sjálfstæðismenn hafa viljað svara kalli um breiðari samvinnu. „Við stundum hvorki útilokunarpólitík né þvingunarpólitík, ekkert slíkt. Viðreisn var sannarlega búin að læsa sig inni í bandalagi og Vinstri græn voru búin að gefa það út að þau ætluðu ekki að vera hluti af meirihlutaviðræðum svo það þrengdi aðeins stöðuna. Nú er bara að sjá hvernig fer með viðræðurnar sem fram undan fara. Hvort þær nái að skapa þessa ásýnd breytinga sem kallað var eftir í kosningum,“ segir Hildur og vísar þar til kosningaslagorðs Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni, þess efnis að atkvæði greitt þeim flokki væri atkvæði greitt breytingum. Hildur segist róleg og bíði átekta. Hún sitji nú fund borgarstjórnar að vinna að góðum málum í þágu fólksins í borginni. Hún segist jafnframt þakklát fyrir stuðninginn í kosningunum, að fjórði hver kjósandi hafi greitt Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt og slíkum stuðningi fylgi mikil ábyrgð. En þetta hljóta að mega heita vonbrigði fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er fátt sem kemur okkur úr jafnvægi. Við þekkjum hlutverk minnihluta í borgarstjórn og þurfum engan tíma til að setja okkur inn í það. Hvernig sem fer munum við vinna af krafti og metnaði í þágu fólks og fyrirtækja í borginni næstu árin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50 Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Bilun í netsambandi Vodafone Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Sjá meira
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. 24. maí 2022 13:50
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27